Áfram hret í kortunum
Ein sú sumarlegasta og skemmtilegasta fyrirsögn sem blaðamaður getur gert svona í sumarbyrjun. Veðrið þessa dagana er efni í frétt. Að keyra til vinnu dag eftir í dag í krapa og slabbi sem er þess eðlis að ef þú ekki ætlar að fleyta bifreiðinni utan vegar þá þarftu að aka mjög varlega er fréttnæmt 6. júní.
Spáin segir að hretið framlengst fram á laugardag og eru gular viðvaranir enn í gildi um landið norðan og austanvert, vegna snjókomu og hríðar. Um hádegi verða viðvaranir aðeins í gildi á Norðurlandi og hálendinu, en síðdegis bætir verulega í vind, einkum á Norðurlandi vestra og norðanverðum Vestfjörðum þar sem appesínugular viðvaranir ganga í gildi. Þar gerir veðurspá ráð fyrir norðan hvassviðri með rigningu, slyddu eða snjókomu.
Ef þið héldið að þetta væri þá komið gott gerir spáin ráð fyrir að annað kvöld komi enn ein úrkomugusan inn á norðanvert landið og framlegnir hretið fram á laugardagsmorgun og er ekki að sjá annað en að kuldi verði allsráðandi Norðanlands um helgina og bíða þarf fram í miðja næstu viku til að sjá hitatölurnar kannski ná um og yfir 10 gráðurnar.
Blaðamaður tók krók uppá nafirnar á leið til vinnu í morgun og úrkoman var slík að síminn var í hættu og hárgreiðslan fór fyrir lítið. Þið megið endilega senda okkur á Feyki veður - myndir á feykir@feykir.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.