Halla Tómasdóttir sett í embætti forseta í dag

Halla Tómasdóttir forseti ásamt eiginmanni sínum, Birni Skúlasyni viðskiptafræðingi. MYND AF FORSETI.IS
Halla Tómasdóttir forseti ásamt eiginmanni sínum, Birni Skúlasyni viðskiptafræðingi. MYND AF FORSETI.IS

Halla Tómasdóttir sór drengskapareið að stjórnarskránni og var sett í embætti forseta Íslands við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu í dag. Embættistakan hófst með helgistund í Dómkirkjunni en að henni lokinni var gengið til athafnar í Alþingishúsinu. Þar lýsti formaður landskjörstjórnar, Kristín Edwald, forsetakjöri áður en drengskaparheit var unnið.

Í tilkynningu á vef Forseta Íslands segir að að því loknu hafi forseti gengið fram á svalir Alþingishússins og minnst fósturjarðarinnar.

Almenningur var boðinn velkominn á Austurvöll til að fylgjast með athöfninni og fagna nýjum forseta. Í fyrsta sinn voru þar settir upp skjáir svo viðstödd gætu fylgst með athöfninni en hún var jafnframt sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Ræðu hennar má lesa hér >

Eins og flestum er í fersku minni þá bar Halla sigur úr býtum í forsetakosningum þann 1. júní sl. þar sem hún átti magnaðan endasprett flestum að óvörum.

Feykir óskar frú Höllu Tómasdóttir til hamingju með daginn og óskar henni velfarnaðar í sínum störfum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir