Starfsmaður N1 látinn fara eftir líkamsárás

Á fréttavefnum mbl.is segir að starfs­manni N1 á Blönduósi hef­ur verið sagt upp eft­ir að hann réðst á ann­an karl­mann á bens­ín­stöðinni á vinnu­tíma sl. sunnu­dag. Um er að ræða tvo kunn­ingja en málið er komið á borð lög­reglu. Þetta staðfest­ir Jón Viðar Stef­áns­son, for­stöðumaður ein­stak­lings­sviðs N1, í sam­tali við mbl.is. „Þeir þekkj­ast. Þetta er svona per­sónu­leg­ur harm­leik­ur á milli mann­anna,“ seg­ir Jón.

Lög­regla gerði fyr­ir­tæk­inu grein fyr­ir at­vik­inu og var farið yfir mynd­efni úr ör­ygg­is­mynda­vél­um N1. Þar sést að starfsmaður­inn hafi kýlt mann­inn. Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is þá fór maður­inn á sjúkra­húsið á Ak­ur­eyri af sjálfs­dáðum eft­ir árás­ina og er búið að leggja fram kæru til lög­reglu vegna máls­ins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir