Nýr verkefnastjóri markaðs- og áfangastaðaþróunar hjá Markaðsstofu Norðurlands

Elín Aradóttir. Mynd tekin af northiceland.is
Elín Aradóttir. Mynd tekin af northiceland.is
Á vef Markaðsstofu Norðurlands segir að Elín Aradóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri markaðs- og áfangastaðaþróunar hjá Markaðsstofu Norðurlands, en starfið var auglýst í sumar. Verkefnastjóri vinnur í nánu samstarfi við ferðaþjónustuaðila og sveitarfélög á öllu Norðurlandi að þróun og markaðssetningu áfangastaðarins. Hún kemur til starfa hjá MN um miðjan september.
 
Starfsstöð Elínar verður á Blönduósi og hún þekkir Norðurland vel, þar sem hún hefur búið víða í landshlutanum og ólst upp í Reykjadal í Þingeyjarsveit. Hún lauk M.Sc. prófi í skipulags- og þróunarfræðum frá háskólanum í Guelph í Ontario, Kanada, B.Ed. kennaraprófi frá KÍ og diplomu í rekstrarfræði frá Háskólanum á Bifröst.
 
Elín hefur töluverða reynslu úr ferðaþjónustu, af verkefnastjórnun og nýsköpun. Hún hefur á síðustu árum rekið vefverslunina tundra.is og sveitaverslunina á Hólabaki í Húnabyggð. Auk þess er hún í sveitarstjórn Húnabyggðar og hefur sinnt margvíslegum félags- og stjórnunarstörfum. Þá var hún verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar frá 2012-2013 og starfaði þar áður í sex ár sem verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir