Þeir fiska sem róa
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
15.08.2024
kl. 15.45
Á heimasíðunni aflafrettir.is segir að þó að Hafdís SK 4 sé ekki stærsti dragnótabáturinn sem var að róa í júlí þá hafi þeir félagar um borð farið mjög oft út á sjó eða 30 róðra og enduðu þar með aflahæstir þann mánuðinn.
Þeir eru vanir að landa í Skagafjarðarhöfn og á Skagaströnd en voru að þessu sinni að landa á Tálknafirði og á Bíldudal. Þá segir einnig að Hafdís hafi ekki bara verið sá bátur sem fór í flesta róðra af dragnótabátunum heldur fór hann flesta róðra af öllum bátum á Íslandi. Vel gert strákar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.