A-Húnavatnssýsla

Boltaleikir settir á ís í bili

Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið vegna aðstæðna í samfélaginu og hertra aðgerða yfirvalda til að sporna við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins, að fresta mótahaldi innanlands í öllum aldursflokkum í eina viku. Þá verður ákvörðun tekin um framhaldið. Körfuknattleikssamband Íslands hefur af sömu ástæðu frestað öllum leikjum á sínum vegum til og með 19. október.
Meira

Eru skjalamálin í lagi?

Nú standa sveitarfélög frammi fyrir því að taka ákvörðun um það hvort þau ætli að fara út í rafræna skjalavörslu eða ekki. En hvað er rafræn skjalavarsla? Stjórnun og þekking er grunnurinn Ennþá er val milli pappírs- og rafrænnar skjalavörslu hjá sveitarfélögum, en ekki vitað hversu lengi það varir. Ýmsir kostir og gallar fylgja hvoru kerfi fyrir sig, en ljóst er að framtíðin verður meira eða minna rafræn.
Meira

Kristján Þór Júlíusson harðlega gagnrýndur af ummælum sínum um stöðu sauðfjárræktar á Íslandi

Landssamtök sauðfjárbænda gagnrýna harðlega málflutningi Kristjáns Þórs Júlíussonar, Sjávarútvegsráðherra, á Alþingi þann 6. október, þess efnis að sauðfjárbændur telji að sauðfjárrækt á Íslandi snúist um lífstíl og að afkoma greinarinnar skipti ekki máli. Þá hafa ungt Framsóknarfólk lýst yfir vantrausti á ráðherra og þykja ummæli hans taktlaus.
Meira

Tilnefningar óskast í ungmennaráð Blönduósbæjar

Á heimasíðu Blönduósbæjar er óskað eftir tilnefningum á tveimur fulltrúum og tveimur til vara, í ungmennaráð Blönduósbæjar, á aldrinum 16 – 25 ára. Tilnefningar með nöfnum skulu berast eigi síðar en 14. október 2020 á netfangið blonduos@blonduos.is .
Meira

Styrktarsíða Freyju Heimisdóttur

Stofnuð hefur verið styrktarsíða fyrir Freyju Heimisdóttur, litla stúlku frá Blönduósi sem fæddist 13. maí síðastliðinn. Foreldrar Freyju eru þau Heimir Hrafn Garðarsson og Marit van Schravendijk og systkini Ýmir níu ára og Embla þriggja ára. Það er Húni.is sem vekur athygli á síðunni, sem hægt er að finna á Facebook, og hefur stuðningsfólk stofnað söfnunarreikning, 0307-22-691, kt. 041083-5819, þeim til handa.
Meira

Vilja takmarka ferðalög á höfuðborgarsvæðið

Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra hefur verið mönnuð í ljósi færslu af hættustigi yfir á neyðarstig á landinu öllu, segir í tilkynningu á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra, en það hefur hún ekki verið síðan neyðarstigi almannavarna var aflétt í vor. Í færslunni segir að aðgerðastjórn hafi þungar áhyggjur af ástandinu og þeirri þróun sem við blasir þó svo að ástandið á Norðurlandi vestra sé ásættanlegt, aðeins þrír í einangrun.
Meira

Skapandi tækifæri fyrir öll börn á Íslandi

Öllum grunnskólanemum landsins gefst nú tækifæri á að taka þátt í áhugaverðum og skapandi menningarverkefnum í gegnum verkefnið List fyrir alla, sem skipulagt er af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Markmið verkefnisins er að velja og miðla listviðburðum af margbreytilegu tagi til barna og ungmenna um land allt.
Meira

Skellti í eitt ljóð í tilefni dagsins... vertu með:)

Því í dag, 7. október, er nefnilega alþjóðlegi ljóðadagurinn. Ég gerði því tilraun til að skella í eitt en held að þetta sé meira vísa...
Meira

Óboðinn gestur fór inn í hús á Siglufirði

Í fyrrinótt gekk dökkklæddur fremur lágvaxinn maður með svarta skíðagrímu fyrir andlitinu inn í nokkur hús í suðurbænum á Siglufirði en eftir því sem fram kemur á Trölla.is er ekki vitað hvort fleiri þjófar en hann hafi verið á ferðinni. Ekki var um innbrot að ræða, þar sem hann fór inn var óslæst og telst það vera húsbrot að sögn lögreglunnar en að minnsta kosti tveir einstaklingar urðu mannsins varir og varð þeim mikið um að mæta honum innandyra hjá sér.
Meira

Lagt til að formlegar sameiningarviðræður hefjist í A-Hún

Sameiningarnefnd sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu hefur samþykkt að leggja til við sveitarstjórnir Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar að hafnar verði formlegar sameiningarviðræður.
Meira