Riða staðfest á þremur bæjum til viðbótar í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
27.10.2020
kl. 18.13
Riða á bæjunum Grænumýri í Blönduhlíð, Syðri-Hofdölum í Viðvíkursveit, og Hofi í Hjaltadal hefur verið staðfest. Sauðféð sem riðan greindist í kom frá Stóru-Ökrum þar sem riða var staðfest í síðustu viku.
Samkvæmt heimasíðu MAST liggur ákvörðun um niðurskurð ekki fyrir að svo stöddu en frekari rannsóknir standa yfir. Matvælastofnun hefur tekið tæp tvö þúsund sýni úr sauðfé innan Tröllaskagahólfs frá því að grunur um riðu kom upp, ásamt því að kortleggja flutninga sauðfjár til og frá bæjum innan hólfsins. Upplýst verður um frekari niðurstöður um leið og þær liggja fyrir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.