Þrjátíu í sóttkví á Norðurlandi vestra
Heldur hefur fjölgað í hópi smitaðra og og þeirra sem sitja í sóttkví á Norðurlandi vestra en samkvæmt tölum á Covid.is eru fjórir í einangrun og 30 í sóttkví. Alls urðu 42 innanlandssmit sl. sólarhring og staðfest smit frá 28. febrúar sl. orðin alls 4.719 tilfelli.
Á Covid.is kemur fram að nú séu 1.005 einstaklingar í einangrun á landinu öllu, flestir á höfuðborgarsvæðinu eða 790 þar sem 1093 sitja í sóttkví. Á Suðurlandi eru 62 í einangrun, 56 á Suðurnesjum og 51 á Norðurlandi eystra. Þá eru 25 í einangrun á Vesturlandi, tólf á Vestfjörðum og, eins og áður kom fram, fjórir á Norðurlandi vestra en sjö smit eru óstaðsett. Austurland er eini landshlutinn sem enginn sætir einangrun né sóttkví.
Því miður hefur tala látinna hækkað síðasta sólarhringinn því 13 eru nú látin af þeim sem greinst hafa með COVID-19 á Íslandi. Á sjúkrahúsi liggja nú 62 og eru því orðin 256 innlagnir frá 28. febrúar og tveir eru á gjörgæslu og eru þær þá komnar í 40 samanlagt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.