A-Húnavatnssýsla

Risastór útilistaverk í Hrútey

Opnuð verður myndlistarsýning í Hrútey þann 3. júlí næstkomandi og verður hún opin almenningi til 28. ágúst. Það er listakonan Hrafnhildur Arnardóttir eða Shoplifter eins og hún kýs að kalla sig, sem stendur fyrir sýningunni en um er að ræða risastórt útilistaverk þar sem Shoplifter hyggst stilla náttúruperlunni Hrútey og gervináttúruverkum sínum upp sem hliðstæðum sem einnig má skoða sem andstæður, samstæður eða gagnstæðar spegilmyndir.
Meira

Blönduósbær óskar eftir formlegum viðræðum við Húnavatnshrepp um sameiningu

Á fundi sveitastjórnar Blönduósbæjar þann 29. júní sl. óskaði sveitastjórnin eftir formlegum viðræðum við sveitastjórn Húnavatnshrepps um sameiningu sveitarfélagana beggja. Bæði þessi sveitarfélög kusu með sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu sem fram fór þann 5. júní sl. Sveitastjórn Blönduósbæjar hvetur sveitastjórn Húnavatnshrepps um að taka afstöðu til málsins eins fljótt og auðið er. 
Meira

Skagabyggð og Skagaströnd eiga samtal um sameiningu

Sveitarstjórnir Sveitarfélagsins Skagastrandar og Skagabyggðar funduðu 29. júní til þess að kanna forsendur fyrir sameiningu sveitarfélaganna.
Meira

Íslandsmótið í hestaíþróttum hafið á Hólum

Nú rétt í þessu hófst Íslandsmót ungmenna- og fullorðinna í hestaíþróttum á Hólum í Hjaltadal á forkeppni í fjórgangi. Það verður nóg um að vera á Hólum næstu daga þar sem að bestu hestar og knapar landsins munu etja kappi.
Meira

Áfram hlýtt næstu daga

Veðurstofan gerir ráð fyrir hlýju veðri næstu daga þó hitastigunum sé nú talsvert misskipt milli landshluta eins og vanalega. Mestu hlýindin eru fyrir austan þar sem hitastigið hefur daðrað við 25 gráðurnar. Hér á Norðurlandi vestra fór hitinn yfir 20 gráðurnar í gær, og talsvert hærra á vinalegustu mælitækjunum, en talsverður vindur fylgdi í kaupbæti. Spáin gerir ráð fyrir í kringum 15 stiga hita í dag og fram að helgi en heldur skríða hitatölurnar niður um helgina og nær 10 gráðunum. Svo hitnar væntanlega aftur.
Meira

Bólusetningar í þessari viku hjá HSN á Sauðárkróki

HSN á Sauðárkróki er að bólusetja á miðvikudag seinni bólusetningu hjá þeim sem fengu Astra 29.apríl eða fyrr. Einnig verður seinni bólusetning hjá þeim sem fengu Pfizer 9.júní eða fyrr. Send hafa verið út boð á þá sem eiga að mæta. Einnig verður bólusett með Jansen þá sem eru 18 ára og eldri, þeir panta sér tíma í síma 432-4236, mikilvægt að þeir sem ekki hafa fengið bólusetningu, panti sér tíma.
Meira

Sigurlaug Gísladóttir er oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi

Uppstillingarnefnd Frjálslynda lýðræðisflokksins hefur skipað tvo nýja oddvita, þau: Sigurlaugu Gísladóttur, verslunarmann í Norðvesturkjördæmi og Guðlaug Hermannsson, framkvæmdastjóra í Suðvesturkjördæmi.
Meira

Hreinsun í Kálfshamarsvík

Miðvikudaginn 30. júní nk. mun Kvenfélagið Hekla í Skagabyggð standa fyrir hreinsun í Kálfhamarsvík klukkan 13:00 fyrir íbúa Skagabyggðar. Að lokinni hreinsun verður síðan blásið til grillveislu í Skagabúð.
Meira

Gamla Blöndubrúin komin í Hrútey

Föstudaginn 25. júní sl. var hafist handa við að færa gömlu Blöndubrúnna í Hrútey. Brúin var vígð árið 1897. Búrin gegndi síðast hlutverki við bæinn Steiná í Svartárdal en þar brúaði hún Svartá. Brúin var hífð upp á vagn með gífulegum krana en brúin er engin smá smíði, tæp 30 tonn og 40 metrar að lengd.
Meira

Haraldur kemur undan feldi og þiggur annað sætið

„Ef einhver vill vita. Annars er verið að slá í dag.“ skrifar Haraldur Benediktsson á Facebook-síðu sína í dag og deilir frétt Skessuhorns um að hann ætli að þiggja 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar sem fram fara í haust. Eins og áður hefur komið fram laut Haraldur í lægra haldi fyrir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur um efsta sæti listans og tók hann sér nokkra daga til að íhuga hvort hann sætti sig við sætaskiptin.
Meira