A-Húnavatnssýsla

Harbour restaurant ehf tekur við Fellsborg og skólamáltíðum

Á fundi sínum þann 21. maí sl. ákvað sveitastjórn Skagastrandar að auglýsa eftir rekstraraðilum til að sjá um félagsheimilið Fellsborg og skólamáltíðir í Höfðaskóla, en skólamötuneytið er staðsett í Fellsborg.
Meira

Stórsigur Húnvetninga á Eyfirðingum og toppsætinu náð

Kormákur/Hvöt tók á móti liði Samherja úr Eyjafirði í gær í sjöundu umferð D-riðils fjórðu deildar karla. Eyfirðingar sáu aldrei til sólar í leiknum og sigruðu Húnvetningar leikinn með sjö mörkum gegn engu.
Meira

Allar Covid-19 samkomutakmarkanir falla úr gildi

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti í morgun að allar takmarkanir á samkomum innanlands falli úr gildi á miðnætti í kvöld. Í því felst m.a. fullt afnám grímuskyldu, nándarreglu og fjöldatakmarkana.
Meira

Skagabyggð og Svf. Skagaströnd kanna grundvöll til sameiningar

Á fundi sveitastjórnar svf. Skagastrandar sem haldinn var í dag, 25. júní, kom fram að sveitastjóri svf. Skagastrandar og oddviti Skagabyggðar hafi fundað í kjölfar kosninga og rætt þar um mögulega sameiningu sveitarfélagana beggja.
Meira

Rýkur upp með suðvestan stormi eða roki

Búist er við vaxandi hvassviðri á Norðurlandi og Vestfjörðum í kvöld og nótt og hefur Veðurstofan gefið út appelsínugula viðvörun vegna þess fyrir morgundaginn og fram á laugardagsmorgun. Í athugasemd veðurfræðings segir að ekkert ferðaveður verði fyrir ferðahýsi eða húsbíla og einnig geti verið mjög erfitt að vera í tjaldi í slíkum vindi.
Meira

Síðbúinn afmælisfagnaður Hollvinasamtaka HSB

Síðastliðinn mánudag héldu Hollvinasamtök HSB á Blönduósi síðbúinn afmælisfagnað í tilefni 15 ára afmælis samtakanna, en afmælið var þann 19. apríl í fyrra. Í því tilefni var efnt til söfnunar til kaupa á rafknúnum sturtustól á sjúkradeild A og 75“ snjall-sjónvarpstæki á 4. hæð. Ákveðið var að bjóða þeim sem styrktu söfnunina í afmæliskaffi.
Meira

Byggðastofnun tekur við eftirliti með póstþjónustu

Alþingi samþykkti á dögunum breytingar á lögum til að færa eftirlit með póstþjónustu til Byggðastofnunar með það að markmiði að tryggja skilvirka þjónustu um allt land. Byggðastofnun tekur formlega við málaflokknum 1. nóvember nk.
Meira

Meirihluti sveitastjórnar Húnavatnshrepps telur ekki tímabært að sameinast Blönduósbæ

Á fundi sveitastjórnar Húnavatnshrepps sem fram fór í gær, þann 22. júní, ályktaði meirihluti sveitastjórnar að ekki skuli vera gengið til annars konar sameiningarviðræðna að svo stöddu. Það hefur verið í umræðunni að Húnavatnshreppur og Blönduósbær sameinist vegna þess að íbúar sveitarfélagana beggja kusu með upphaflegu sameiningartillögunni.
Meira

Nes listamiðstöð með opið hús í dag

Í dag, miðvikudaginn 23. júni, verður opið hús í Nes listamiðstöð á Skagaströnd. Gestalistamenn í Nes og nemendur Virginia Tech Art & Media munu sína verk sín sem þau hafa unnið að í listamiðstöðinni.
Meira

Ferðaþjónusta á landsbyggðinni, þróun og rannsóknir eftir Covid – Málstofa

Á morgun, miðvikudaginn 23. júní, verður haldin málstofa að Hólum í Hjaltadal um ferðaþjónustu á landsbyggðinni í kjölfar Covid-19 og mikilvægi rannsókna í uppbyggingu greinarinnar. Málstofan er skipulögð af Ferðamálastofu og Ferðamáladeild Háskólans á Hólum og fer fram í stofu 202 (Hátíðarsal).
Meira