Sigurlaug Gísladóttir er oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Uppstillingarnefnd Frjálslynda lýðræðisflokksins hefur skipað tvo nýja oddvita, þau: Sigurlaugu Gísladóttur, verslunarmann í Norðvesturkjördæmi og Guðlaug Hermannsson, framkvæmdastjóra í Suðvesturkjördæmi.
Fyrir voru þeir Guðmundur Franklín Jónsson, hagfræðingur oddviti í Reykjavík norður, Glúmur Baldvinsson, stjórnmálafræðingur oddviti í Reykjavík suður, Magnús Guðbergsson, öryrki er oddviti í Suðurkjördæmi og Björgvin Egill Vídalín Arngrímsson, eftirlaunaþegi er oddviti í Norðausturkjördæmi.
Sigurlaug er fædd 1963 að Laugarbóli í Skagafirði og ólst upp í Litladal í Skagafirði. Silla eins og hún er oftast kölluð fór til náms austur á Hérað í Hússtjórnarskólann á Hallormstað og þar hitti hún eiginmann sinn Reynir Sigurð Gunnlaugsson og hófu þau búskap á jörðinni Hlíð í Hróarstungu. Sigurlaug og Reynir Sigurður eiga fjögur börn, þau: Gunnhildi, Gunnlaug, Daníel og Sigurð Þorra, þá hafa þrjú barnabörn bæst í hópinn. Þau hjónin búa nú á Blönduósi ásamt sonum þeirra en dóttirin býr á Sauðárkróki. Sigurlaug og Reynir Sigurður eiga og reka lítið kaffihús, Húnabúð sem einnig selur blóm og gjafavörur við bakka Blöndu og þar eru allir velkomnir.
Stefnu flokksins má kynna sér á X-O.is.
/Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.