Skagabyggð og Skagaströnd eiga samtal um sameiningu

Skagaströnd. Mynd: Visitnorthiceland.is
Skagaströnd. Mynd: Visitnorthiceland.is

Sveitarstjórnir Sveitarfélagsins Skagastrandar og Skagabyggðar funduðu 29. júní til þess að kanna forsendur fyrir sameiningu sveitarfélaganna.

Sveitarstjórnir áttu góðan fund. Var niðurstaða fundarins að leggja óformlega könnun fyrir íbúa seinni part sumars, til þess að kanna hug þeirra til hugsanlegrar sameiningar áður en ákvörðun verður tekin um hvort fara eigi í formlegar viðræður milli sveitarfélaganna.

Var sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagastrandra og oddvita Skagabyggðar falið að vinna málið áfram.

/Fréttatilkynning

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir