Hreinsun í Kálfshamarsvík
Miðvikudaginn 30. júní nk. mun Kvenfélagið Hekla í Skagabyggð standa fyrir hreinsun í Kálfhamarsvík klukkan 13:00 fyrir íbúa Skagabyggðar. Að lokinni hreinsun verður síðan blásið til grillveislu í Skagabúð.
Að sögn Dagnýjar Rósu Úlfarsdóttur, oddvita Skagabyggðar og gjaldkera kvenfélagsins, var tekin ákvörðun um að fara í þetta átak vegna þess að seinustu tvö ár hefur ekki verið týnt rusl í víkinni.
„Við viljum hvetja íbúa í Skagabyggð til að koma, taka til og þeim verður síðan boðið til grillveislu í Skagabúð að hreinsun lokinni.“
Hreppsnefnd Skagabyggðar samþykkti á fundi sínum 18. júní sl. að styrkja Kvenfélagið Heklu um 100.000 krónur vegna framtaksins og leggja til Skagabúð undir grillveisluna.
/SMH
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.