Áfram hlýtt næstu daga

Hofsáin streymir mórauð niður í Skagafjörðinn. MYNDIR: FE
Hofsáin streymir mórauð niður í Skagafjörðinn. MYNDIR: FE

Veðurstofan gerir ráð fyrir hlýju veðri næstu daga þó hitastigunum sé nú talsvert misskipt milli landshluta eins og vanalega. Mestu hlýindin eru fyrir austan þar sem hitastigið hefur daðrað við 25 gráðurnar. Hér á Norðurlandi vestra fór hitinn yfir 20 gráðurnar í gær, og talsvert hærra á vinalegustu mælitækjunum, en talsverður vindur fylgdi í kaupbæti.

Spáin gerir ráð fyrir í kringum 15 stiga hita í dag og fram að helgi en heldur skríða hitatölurnar niður um helgina og nær 10 gráðunum. Svo hitnar væntanlega aftur. Reiknað er með að heldur dragi úr sunnanvindinum þegar nær dregur helgi.

Eftir kalt vor og svala tíð framan af sumri þá valda hlýindin því að snjó leysir nú á fjöllum eins og enginn sé morgundagurinn og ár og lækir því í talsverðum ofvexti þessa dagana. Hér má sjá myndir sem Fríða Eyjólfs tók á Hofsósi í gær, af leysingum í Hofsá og Grafará. Það er augljóst að fólk verður að umgangast umhverfi sitt af varúð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir