Blönduósbær óskar eftir formlegum viðræðum við Húnavatnshrepp um sameiningu

Mynd: Hunvetningur.is
Mynd: Hunvetningur.is

Á fundi sveitastjórnar Blönduósbæjar þann 29. júní sl. óskaði sveitastjórnin eftir formlegum viðræðum við sveitastjórn Húnavatnshrepps um sameiningu sveitarfélagana beggja. Bæði þessi sveitarfélög kusu með sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu sem fram fór þann 5. júní sl. Sveitastjórn Blönduósbæjar hvetur sveitastjórn Húnavatnshrepps um að taka afstöðu til málsins eins fljótt og auðið er. 

Meirihluti sveitastjórnar Húnavatnshrepps hafði ályktað á fundi sínum þann 22. júní sl. að ekki skuli vera tímabært að sameinast Blönduósbæ eins og Feykir hefur greint frá. Það verður því forvitnilegt að sjá hvernig Húnavatnshreppsfólk bregst við þessari ósk Blönduósbæjar.

Ályktun sveitastjórnar Blönduósbæjar er svo hljóðandi. 
Með vísan til bókunar frá síðasta fundi sveitarstjórnar, undir lið 2.12 2007007 - Húnvetningur - sameiningarmál í Austur - Húnavatnssýslu, þar sem hvatt var til viðræðna hið fyrsta um sameiningu þeirra tveggja sveitarfélaga sem samþykktu sameiningu í íbúakosningu, þá óskar sveitarstjórn Blönduósbæjar eftir formlegum viðræðum við sveitarstjórn Húnavatnshrepps um sameiningu sveitarfélaganna byggt á þeirri miklu undirbúningsvinnu sem þegar hefur farið fram og til þess að nýta þau augljósu tækifæri sem felast í sameiningu Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar.
Þess er óskað að Sveitarstjórn Húnavatnshrepps taki afstöðu til málsins eins fljótt og auðið er.

/SMH

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir