Íslandsmótið í hestaíþróttum hafið á Hólum
Nú rétt í þessu hófst Íslandsmót ungmenna- og fullorðinna í hestaíþróttum á Hólum í Hjaltadal á forkeppni í fjórgangi. Það verður nóg um að vera á Hólum næstu daga þar sem að bestu hestar og knapar landsins munu etja kappi.
Mótsvæðið á Hólum er eins og það gerist best. Í gömlu skólahöllinni eru seldar veitingar og á kvöldin um helgina mun Sæþór Már trúbadorast eins og honum er einum lagið. Það kostar ekkert inn á mótið og hvetur því Feykir alla skagfirðinga, nærsveitunga og áhugmenn um skemmtun og hross að skella sér á Hóla því fróðir menn telja einnig að þar verði besta veðrið.
Hægt er að fylgjast með helstu upplýsingum um mótið á fésbókarsíðu þess.
Dagskráin á mótinu er svo hljóðandi.
Miðvikudagur
12:00 Knapafundur
13:30 Fjórgangur V1 (1-30)
16:30 Kaffihlé
16:45 Fjórgangur (31-46)
18:50 Kvöldmatarhlé
20:00 250m & 150m skeið (1 & 2 sprettur)
Fimmtudagur
12:00 Fimmgangur F1 (1-30)
14:45 Hlé
15:00 Fimmgangur (31-51)
17:10 Hlé
18:30 250m & 150m skeið (3 & 4 sprettur)
Föstudagur
09:00 Slaktaumatölt T2 (1-38)
12:30 Hádegishlé
13:30 Tölt T1 (1-30)
16:00 Kaffihlé
16:20 Tölt T1 (31-59)
18:30 Kvöldmatarhlé
19:30 Gæðingafimi
Laugardagur
10:00 Fjórgangur V1 / U
10:25 Fjórgangur V1 / F
10:50 Kaffihlé
11:00 Fimmgangur F1 / U
11:30 Fimmgangur F1 / F
12:00 Hádegishlé
13:00 Tölt T2 / U
13:20 Tölt T2 / F
13:40 Tölt T1 / U
14:10 Tölt T1 / F
14:40 Kaffihlé
16:00 Gæðingaskeið
Sunnudagur
10:00 Fjórgangur V1 / U
10:25 Fjórgangur V1 / F
10:50 Kaffihlé
11:00 Fimmgangur F1 / U
11:30 Fimmgangur F1 / F
12:00 Hádegishlé
13:00 Flugskeið
14:20 Tölt T2 / U
14:40 Tölt T2 / F
15:00 Tölt T1 / U
15:30 Tölt T1 / F
U= ungmenni
F = fullorðnir
Fyrir þá sem ekki komast á mótið verður sýnt beint frá því á Alendis.tv.
/SMH
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.