Litaspjald sögunnar - rit um litaval húsa
Upplýsingaritið Litaspjald sögunnar geymir upplýsingar um litasamsetningu húsa. Í ritinu má finna fróðleik og ljósmyndir af húsum sem talin eru skarta einstaklega fallegu og smekklegu litavali. Húsin eru allt frá átjándu öld og fram á hina tuttugustu og eru staðsett víðsvegar um land.
„Hverju húsi fylgir litapalletta með NCS númerum (Natural Colour System) sem öll málningarfyrirtæki þekkja og geta fundið lit sem samsvarar þeim númerum. Þetta ætti því að vera gott leiðbeinandi skjal og innblástur fyrir eigendur eldri húsa sem huga að málningu og viðhaldi á næstu árum,“ segir Alma Sigurðardóttir, verkefnastjóri hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur.
Með hverri mynd fylgir stutt ágrip af sögu hússins, hverjir reistu það og í hvaða byggingarstíl. Málning og viðhald ytra byrði húsa hefur breyst mikið í áranna rás en í bæklingnum er fjallað um ólíka málningartækni, allt frá tjörgun yfir í sementskústun og málun.
Upplýsingaritið Litaspjald sögunnar er hægt að nálgast hér.
/SMH
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.