Flokkur fólksins kynnir framboðslista fyrir Norðvesturkjördæmi - Uppfærður listi
Eyjólfur Ármannsson skipar fyrsta sæti x-F framboðslista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Eyjólfur er lögfræðingur og formaður Orkunnar okkar, sem eru samtök þeirra sem vilja standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt Íslands í orkumálum. Eyjólfur hefur undanfarið meðal annars gætt hagsmuna landeigenda í Arnarfirði og Dýrafirði í þjóðlendumálum.
Annað sæti skipar Þórunn Björg Bjarnadóttir, landbúnaðarverkakona og fyrverandi bóndi. Þriðja sæti skipar Hermann Jónsson Bragason, vélstjóri/eldri borgari. Fjórða sæti skipar Eyjólfur Guðmundsson, starfsmaður á sambýli fyrir fatlaða
Framboðslistinn
- Eyjólfur Ármannsson, lögfræðingur LL.M.
- Þórunn Björg Bjarnadóttir, landbúnaðarverkakona/fv. bóndi
- Hermann Jónsson Bragason, vélstjóri
- Eyjólfur Guðmundsson, vinnur á sambýli f. fatlaða
- Sigurlaug Sigurðardóttir, náttúrufræðingur
- Sigurjón Þórðarson, líffræðingur
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, dýralæknir
- Bjarki Þór Pétursson, verkamaður/öryrki
- Jenný Ósk Vignisdóttir, landbúnaðarverkakona
- Einir G. Kristjánsson, verkefnastjóri/öryrki
- Sigurlaug Arnórsdóttir, öryrki
- Magnús Kristjánsson, eldri borgari
- Erna Gunnarsdóttir, öryrki
- Halldór Svanbergsson, bílstjóri
- Jóna Marvinsdóttir, matráður/eldri borgari
- Kristjana S. Vagnsdóttir, eldri borgari
Flokkur Fólksins er forystuafl í baráttunni gegn fátækt, skerðingum, hvers konar okri og kúgun stjórnvalda. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna!
Nánari upplýsingar um hvernig flokkurinn hyggst ná markmiðum sínum er að finna á heimasíðu flokksins: https://flokkurfolksins.is/forgangsmal/
/Fréttatilkynning
ATH. Fréttin hefur verið uppfærð!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.