Meistaraflokkslið Kormáks og Hvatar hefur verið leyst upp
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
09.12.2021
kl. 18.28
Í dag varð það endanlega ljóst að samstarf Kormáks og Hvatar í meistaraflokki karla verður ekki framlengt frekar. Liðið hefur verið leyst upp af ráðandi fulltrúum aðildarfélaganna og óljóst hvað tekur við. Þetta kemur fram á aðdáendasíðu Kormáks.
„Niðurstaðan er skellur fyrir Aðdáendasíðu Kormáks og fréttaritara hennar, sem hafa fylgt liðinu í 10 ár, allt frá þungum töpum til glæstra sigra. Í sumar náðust yfirlýst markmið en eftirfylgni þeirra reyndist mönnum ljár í þúfu,“ segir í færslu síðunnar.
„Þung skref, ef það eru víst ekki alltaf jólin. Áfram Kormákur/Hvöt!“ segir í færslunni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.