Jólasveinn, taktu í húfuna á þér – Jólalag dagsins
Krakkar mínir komið þið sæl er 33-snúninga LP-hljómplata sem gefin var út af SG - hljómplötum árið 1965. Á henni flytur Ómar Ragnarsson jólalög fyrir börnin og varð platan strax geysivinsæl. Jólasveinn, taktu í húfuna á þér, er eitt af tíu lögum plötunnar og segir frá öðruvísi ævintýrum jólasveinanna en áður hafði verið sungið um.
Hafiði séð hann Giljagaur,
glápandi upp í ljósastaur.
Hann heldur í raun og verunni,
að hann geti kveikt á perunni.
(Ómar Ragnarsson)
Í jólablaði Skutuls, málgagni
alþýðuflokksmanna á Ísafirði,
birtist árið 1967 textinn í heild sinni
og hefur efalaust þótt skemmtilegur.
Árið 2013 var gefinn út geisladiskur og DVD, Jólalögin okkar sem var samstarfsverkefni Sonet og RÚV þar sem góðir gestir úr Stundinni okkar léku á als oddi. Þeirra á meðal var Villi naglbítur og flutti hann einmitt lagið Jólasveinn, taktu í húfuna á þér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.