Heiðarbraut 12 varð fyrir valinu sem Jólahús ársins á Blönduósi

Heiðarbraut 12 á Blönduósi. MYND: HÚNI.IS
Heiðarbraut 12 á Blönduósi. MYND: HÚNI.IS

Í tuttugasta sinn hafa lesendur Húnahornsins valið Jólahús ársins á Blönduósi og að þessu sinni varð Heiðarbraut 12 fyrir valinu. „Húsið er ríkulega skreytt jólaljósum sem fangar hinn sanna jólaanda og sannarlega vel að viðurkenningunni komið. Eigendur hússins eru Heiðbrá Hrund Kristjánsdóttir og Kristján Jóhannsson,“ segir í frétt miðilsins.

Þau hús sem tilnefnd voru oftast, fyrir utan Heiðarbraut 12, voru Urðarbraut 15, sem vann leikinn í fyrra, Brekkubyggð 17, Hlíðarbraut 17 og Blöndubyggða 6b.

Þegar allar tilnefningar voru taldar hlaut Heiðarbraut 12 þær flestar. Þetta er í annað sinn sem hús við Heiðarbraut fær viðurkenningu í jólaleiknum en fyrra skiptið var árið 2014. Nánar má lesa um valið og fyrri vinningshafa á Húni.is >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir