A-Húnavatnssýsla

Karólína í Hvammshlíð valin maður ársins í Austur-Húnavatnssýslu

Húnahornið stóð fyrir vali á manni ársins í Austur-Húnavatnssýslu nú um áramótin og var þetta í sautjánda sinn sem netmiðillinn góði stendur fyrir þessu vali. Úrslitin á manni ársins 2021 voru tilkynnt í dag og koma sennilega ekki verulega á óvart því Karólína Elísabetardóttir athafnakona og bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð hefur heldur betur vakið verðskuldaða athygli vegna riðurannsókna.
Meira

Kosningabragur á Feyki þessa vikuna

Feykir vikunnar er stútfullur af fjölbreyttu efni eins og ævinlega en honum er nú dreift inn á öll heimili á Blönduósi og Húnavatnshreppi í tilefni sameiningarkosninga sem fram fara þann 19. febrúar. Að viku liðinni verður sjónum blaðsins beint að sameiningaráformum í Skagafirði. Meðal efnis, auk fastra þátta, eru ítarlegar upplýsingar frá samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna tveggja í Húnavatnssýslu, fróðleikur frá Byggðasafni Skagfirðinga þar sem fjallað er um skráningu torfhúsa í Skagafirði og Hrund Jóhannsdóttir á Hvammstanga segir okkur hvað hún er með á prjónunum.
Meira

Garðfuglahelgin að vetri hefst á föstudaginn

Árlega fitjar Fuglavernd upp á talningu garðfugla yfir eina helgi og segir á heimasíðu hennar að venjulega sé um síðustu helgina í janúar að ræða. Gott er að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla, eftir því sem fram kemur á fuglavernd.is. „Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í einn klukkutíma yfir tiltekna helgi. Skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir, þ.e. þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.“
Meira

Slakað á reglum um sóttkví

Einstaklingum sem eru útsettir fyrir COVID-19 smiti utan heimilis eða dvalarstaðar síns er ekki lengur skylt að fara í sóttkví en þurfa þess í stað að viðhafa smitgát samkvæmt þeim breytingarnar sem tóku gildi á miðnætti. Sóttkví verður áfram beitt gagnvart þeim sem hafa verið útsettir fyrir smiti innan heimilis eða dvalarstaðar en þríbólusettir sem útsettir eru á heimili geta verið í smitgát sem lýkur með sýnatöku. Börn á leik- og grunnskólaaldri verða enn fremur undanþegin smitgát.
Meira

Hafrún Friðriksdóttir hlaut FKA viðurkenninguna

Viðurkenningarhátíð Félags kvenna í atvinnulífinu er haldin árlega við hátíðlega athöfn þar sem konur úr atvinnulífinu eru heiðraðar. Að þessu sinni fór hátíðin fram á öldum ljósvakans þar sem verðlaunaafhendingin var sýnd á sjónvarpsstöðinni Hringbraut fyrir helgi. Að vanda voru veittar viðurkenningar til þriggja kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd og er ein þeirra úr Svartárdalnum í Húnavatnshreppi.
Meira

Riða greindist í skimunarsýni frá Sporði í Húnaþingi vestra

Matvælastofnun greinir frá því á heimasíðu sinni að fyrir skömmu hafi borist tilkynning frá Tilraunastöð HÍ að Keldum um að sýni hafi reynst jákvætt m.t.t. riðu frá bænum Sporði í Línakradal i Húnaþingi vestra. Sauðfjárbúskapur var aflagður á bænum í haust og því aðeins um þrif og sótthreinsun að ræða hvað aðgerðir viðkemur vegna riðuvarna.
Meira

Myrkrið lýst upp á Skagaströnd

Í niðamyrkri janúarkvölda stóðu listamenn á vegum Nes listamiðstöðvar á Skagaströnd fyrir einstökum viðburði, Light Up! Skagaströnd, þar sem byggingar og ýmislegt fleira á Skagaströnd var baðað í ljósum og listaverkum. Kveikt var á ljósunum frá sex að kvöldi til hálf tíu sunnudag og mánudag en hnika þurfti áður auglýstum dagsetningum til vegna hvassviðris sl. laugardag.
Meira

Vestan hvassviðri eða stormur og hríð

Veðurstofan hefur gefið út viðvaranir vegna veðurs í dag, gula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og norðurland vestra, Austurland að Glettingi og Miðhálendi og svo appelsínugula viðvörun fyrir Suðurland, Faxaflóa, Austfirði og Suðausturland.
Meira

Kennsla hófst í dag í nýrri list- og verkgreinaálmu Blönduskóla

„Við erum alveg að springa úr spenningi. Framkvæmdum er alveg að ljúka. Þetta er alveg að hafast,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Blönduskóla á Blönduósi á laugardaginn en vonir stóðu til þess að kennsla hæfist í nýju list- og verkgreinaálmunni í dag og það gekk að sjálfsögðu eftir.
Meira

Svikin við strandveiðarnar og sjávarbyggðirnar :: Eyjólfur Ármannsson skrifar

„Nýta má strandveiðar til að efla jafnrétti og stuðla að nýliðun í sjávarútvegi. Við viljum efla fjölbreytt útgerðarform með öflugum strandveiðum og byggðatengdum aflaheimildum og koma í veg fyrir mikla samþjöppun svo byggðirnar blómstri.“ Þetta var boðskapur VG í kosningabaráttunni í Norðvesturkjördæmi síðast liðið haust. Hverjar eru efndirnar?
Meira