Vestan hvassviðri eða stormur og hríð

Um miðjan daginn gæti ástandið verið eins og sést á meðfylgjandi korti sem fengið er af vef Veðurstofu Íslands.
Um miðjan daginn gæti ástandið verið eins og sést á meðfylgjandi korti sem fengið er af vef Veðurstofu Íslands.

Veðurstofan hefur gefið út viðvaranir vegna veðurs í dag, gula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og norðurland vestra, Austurland að Glettingi og Miðhálendi og svo appelsínugula viðvörun fyrir Suðurland, Faxaflóa, Austfirði og Suðausturland. 

Í dag má búast við vestan 15-23 m/s og snjókomu eða skafrenning með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum á Norðurlandi vestra en rigning verður væntanlega við ströndina í fyrstu. Afmarkaðar samgöngutruflanir eru líklegar og segir á heimasíðu Veðurstofu Íslands að um varasamt ferðaveður verði að ræða.

Suðlæg átt 10-18 og rigning verður með köflum í nótt, hiti 2 til 6 stig. Gengur í vestan og norðvestan 15-23 seinnipartinn á morgun og kólnar með snjókomu eða slyddu. Dregur úr vindi og ofankomu seint annað kvöld.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Suðvestan 5-13 og él, en bjart að mestu A-lands. Hiti um og undir frostmarki. Sunnan 8-15 um kvöldið og hlýnar með rigningu eða slyddu sunnan- og vestanlands.

Á föstudag:
Sunnan 8-15 og víða slydda eða snjókoma, en snýst í suðvestan og vestan 10-18 með éljum um landið V-vert og styttir upp austantil eftir hádegi. Kólnar í veðri. Vaxandi norðvestanátt um kvöldið.

Á laugardag:
Hvöss norðvestanátt og él austantil fyrir hádegi, en síðan mun hægari og styttir upp. Vestlæg átt 5-13 vestantil á landinu og dálítil él. Frost 0 til 7 stig.

Sjá nánar á Vedur.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir