Myrkrið lýst upp á Skagaströnd

Frá Light Up! Skagaströnd. MYNDIR: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON
Frá Light Up! Skagaströnd. MYNDIR: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON

Í niðamyrkri janúarkvölda stóðu listamenn á vegum Nes listamiðstöðvar á Skagaströnd fyrir einstökum viðburði, Light Up! Skagaströnd, þar sem byggingar og ýmislegt fleira á Skagaströnd var baðað í ljósum og listaverkum. Kveikt var á ljósunum frá sex að kvöldi til hálf tíu sunnudag og mánudag en hnika þurfti áður auglýstum dagsetningum til vegna hvassviðris sl. laugardag.

Þar sem veðrið var ákjósanlegt í gær reyndist unnt að sýna fleiri listaverk en kvöldið á undan en þá var enn talsverður vindur.

Þessi viðburður var mögulegur með stuðningi frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra, Minningarsjóðnum um hjónin frá Garði og Vindhæli, Kaupfélagi Skagfirðinga, Samkaupi og ómetanlegri aðstoð frá Sveitarfélaginu Skagaströnd.

Róbert Daníel Jónsson mætti að sjálfsögðu með myndavélagræjurnar bæði kvöldin og fangaði ljósin í myrkrinu. Hann gaf Feyki góðfúslegt leyfi til að birta nokkrar myndanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir