A-Húnavatnssýsla

G-vítamín á þorra

Á fyrsta degi þorra, sl. föstudag, fór í loftið Geðræktardagatal Geðhjálpar þar sem hægt er að fá G-vítamín á þorranum sem hjálpar til að rækta og vernda geðheilsu okkar. Allur ágóði rennur í Styrktarsjóð geðheilbrigðis (www.gedsjodur.is) en jafnframt er dagatalið happdrættismiði og glæsilegir vinningar í boði.
Meira

Eyrún Ýr Pálsdóttir ný inn í landsliðshóp LH og Ísólfur Líndal aðstoðarþjálfari

Ísólfur Líndal Þórisson, á Lækjamóti í Húnaþingi vesta, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðshóps LH. Hann útskrifaðist sem reiðkennari frá Hólaskóla 2005, hlaut reiðkennsluverðlaun Hólaskóla það ár og er starfandi reiðkennari við Háskólann á Hólum. Þá var Eyrún Ýr Pálsdóttir, frá Flugumýri í skagafirði, valin ný inn í landliðið.
Meira

Ófærð á heiðum og óveður á Norðurlandi vestra

Enn er bálhvasst víðast hvar á Norðurlandi vestra, vindur yfirleitt þetta 15-20 m/sek og hiti um frostmark. Nú um þrjúleytið voru Holtavörðuheiði, Vatnsskarð og Öxnadalsheiði lokuð vegna veður enda suðvestan 27 metrar á þeirri síðarnefndu og ekkert ferðaveður.
Meira

Miklir möguleikar opnast með tilkomu færanlegrar rannsóknarstofu

Nú nýverið var greint frá styrkjum úr Innviðasjóði Rannís (Rannsóknamiðstöð Íslands) fyrir árið 2022 en alls bárust sjóðnum 28 umsóknir þar sem samtals var sótt um 922 milljónir króna. Meðal þeirra sem hlutu uppbyggingarstyrk að þessu sinni var Hólaskóli – Háskólinn á Hólum en í hans hlut komu rétt tæplega 10 milljón króna styrkur til kaupa á færanlegri rannsóknarstofu til sjávar- og vatnarannsókna á Íslandi. Feykir lagði örfáar spurningar fyrir Bjarna Kristófer Kristjánsson, forsvarsmann umsóknarinnar og prófessors á Fiskeldis- og fiskalíffræðideild skólans, en hann segir deildina hafa verið í töluverðri sókn á síðustu árum.
Meira

Sjálf kann ég ekki að „sitja með hendur í skauti“

Sigrún Grímsdóttir er fædd 1942 í Saurbæ í Vatnsdal og uppalin þar, síðar bóndi í 49 ár. Síðustu fimm árin hefur hún búið á Blönduósi. Hún segir lesendum Feykis frá því hvað hún er með á prjónunum þessa dagana.
Meira

Fiskisúpa og mulningspæja

Matgæðingur í tbl 15, 2021, var Herdís Pálmadóttir en hún býr í Noregi ásamt fjölskyldu sinni, þeim Þormóði Inga, Sóldísi, Ingu Dís og Þormóði Ara. Sökum aðstæðna í þjóðfélaginu í dag hafa þau ekki komið til Íslands í þrjú heil ár og hlakka þau mikið til að geta komið aftur á Krókinn þar sem krakkarnir fá að hlusta á Rás 1 með morgunmatnum og fara í heita pottinn með afa sem talar alltaf svo hátt.
Meira

Light Up! Skagaströnd verður sunnudag og mánudag

Nú um helgina, dagana 23.-24. janúar, stóð til að lýsa upp janúar-skammdegið og halda ljósasýninguna Light Up! Skagaströnd en veðrið setur smá strik í reikninginn. Að sögn Vicki O'Shea hjá Nes listamiðstöð þá færist dagskráin aftur um einn dag og í stað þess að ljósadýrðin liti skammdegið laugardag og sunnudag þá verður sýningin kl. 18:00–21:00 sunnudag og mánudag.
Meira

Starf héraðsdýralæknis Norðvesturumdæmis laust til umsóknar

Laust er til umsóknar starf héraðsdýralæknis Norðvesturumdæmis og auglýsir Matvælastofnun eftir metnaðarfullum og jákvæðum einstakling í starfið. Samkvæmt því sem fram kemur á Starfatorgi er um fullt starf að ræða með áherslu á stjórnun og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Meira

Sérfræðingar í stafrænum lausnum með erindi á lokaráðstefnu Digi2market

Evrópskir sérfræðingar í stafrænum lausnum eins og sýndarveruleika, viðbættum veruleika og 360° myndböndum, verða með erindi á rafrænni lokaráðstefnu Digi2market þann 26. og 27. janúar nk. Verkefnið stuðlar að notkun á stafrænum lausnum til að aðstoða lítil og meðalstór fyrirtæki að ná til stærri markhópa. Ráðstefnan býður upp á innsýn í hvernig hægt er að nýta þessa tækni.
Meira

Landsnet gerir nú ráð fyrir að Blöndulína 3 fari um Kiðaskarð

Gert er ráð fyrir breyttri legu Blöndulínu 3 sem þvera á framhérað Skagafjarðar í umhverfismatsskýrslu sem Landsnet vinnur nú að . Fallið er frá því að fara með línuna yfir Vatnsskarð, eins og fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir, en þess í stað farin svokölluð Kiðaskarðsleið.
Meira