Sr. Edda Hlíf sett í embætti sóknarprests í Þingeyraklaustursprestakalli
Nú sunnudaginn 20. mars verður sr. Edda Hlíf Hlífarsdóttir sett inn í embætti sóknarprests í Þingeyraklaustursprestakalli. Ífrétt á Húnahorninu segir að valnefnd Þingeyraklaustursprestakall hafi kosið Eddu Hlíf sem sóknarprest í síðasta mánuði og staðfesti biskup Íslands ráðninguna en alls sóttu fimm um sóknarprestsstarfið. Athöfnin fer fram í Blönduóskirkju klukkan 17.
Eyþór Wechner er organisti og kirkjukórar Þingeyraklaustursprestakalls syngja. Dalla Þórðardóttir prófastur þjónar fyrir altari fyrir prédikun, en þá tekur Edda Hlíf við.
Edda Hlíf er fædd á Sauðárkróki 20. júlí 1985 og ólst upp í Víðiholti í Skagafirði. Hún er stúdent af félagsfræðibraut við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra árið 2011 og lauk mag.theol.-prófi frá Háskóla Íslands í febrúar 2020. Hún er með diplómanám á meistarastigi í sálgæslufræðum frá Endurmenntun Háskóla Íslands.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.