A-Húnavatnssýsla

Vinsælir fuglar óska eftir kosningastjórum

Að afstöðnu forvali fyrir Fugla ársins 2022 komust sjö fuglar áfram og óska nú eftir byr undir báða vængi í kosningabaráttu sinni
Meira

Veiðitímabilið á grágæs og heiðagæs hefst á morgun

Veiðitímabilið á grágæs og heiðagæs hefst á morgun, laugardaginn 20. ágúst en þar sem grágæs hefur fækkað á Íslandi hvetur Umhverfisstofnun veiðimenn að gæta hófs við veiðar.
Meira

1604 holur farnar í golfmaraþoninu á Hlíðarendavelli

Það var líf og fjör á golfvellinum í gær þegar Golfmaraþon Barna- og unglingastarfs Golfklúbbs Skagafjarðar fór fram í frábæru veðri í gær. Markmið hópsins var að ná að fara 1000 holur á einum degi og var stór hluti af þeim krökkum sem hafa verið á æfingum í sumar þátttakendur en einnig máttu foreldrar, ömmur, afar, systkini, frændur, frænkur og auðvitað meðlimir Golfklúbbs Skagafjarðar leggja hönd á plóg og hjálpa krökkunum að ná settu marki.
Meira

Góð aðsókn að Sauðfjársetrinu í sumar :: Íslandsmót í hrútadómum haldið 21. ágúst

Átjánda Íslandsmótið í hrútadómum verður haldið á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum sunnudaginn 21. ágúst næstkomandi og hefst kl. 14:00. Þessari skemmtilegu keppni hefur verið aflýst tvö ár í röð vegna sóttvarnatakmarkana, en verður nú endurvakin.
Meira

Dýrin á Fróni eftir Alfreð Guðmundsson komin út

Út er komin ljóðabókin Dýrin á Fróni eftir Alfreð Guðmundsson, grunnskólakennara á Króknum. Hér er um að ræða myndskreytta vísnabók um nokkur algeng íslensk dýr fyrir alla aldurshópa.
Meira

FISK Seafood afhendir Háskólanum á Hólum húsnæði sitt í Hjaltadal

Gengið hefur verið frá samkomulagi á milli Háskólans á Hólum og FISK Seafood ehf. á Sauðárkróki um nýtt húsnæði fyrir Fiskeldis- og fiskalíffræðideild skólans. Starfsemin hefur um langt árabil verið rekin með stuðningi FISK Seafood í húsnæði félagsins á Sauðárkróki en mun á næsta ári færast á tæplega tvö þúsund fermetra í nágrenni skólans í Hjaltadal. Húsnæðið var áður í eigu FISK Seafood en hefur nú verið gefið skólanum ásamt myndarlegum fjárstyrk til þess að flytja búnað deildarinnar og koma honum fyrir í nýjum húsakynnum. Með þessu undirstrikar FISK Seafood vilja sinn til þess að styðja áfram við bakið á þeirri mikilvægu starfsemi sem háskólinn starfrækir á sviði rannsókna og kennslu.
Meira

Skrifstofur ráðherra um land allt

Málefni háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins eiga við um land allt og mun ráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, staðsetja skrifstofu sína víðs vegar um landið á kjörtímabilinu. Áætlað er að hafa eina starfstöð á Norðurlandi vestra en hún verður tekin í gagnið á næsta ári gangi áætlanir eftir og verður hún staðsett á Sauðárkróki.
Meira

Leikur frá Lækjamóti II og Helga Una Björnsdóttir sigurvegarar í A-flokki gæðinga á NM í hestaíþróttum

Norðurlandamótið í hestaíþróttum fór fram á Álandseyjum um sl. helgi en þar var á meðal keppenda Vestur-Húnvetningarnir Helga Una Björnsdóttir, frá á Syðri-Reykjum, og Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal á Lækjamóti. „Leikur frá Lækjarmóti kom, sá og sigraði í A-flokki gæðinga með Helgu Unu Björnsdóttur í hnakknum,“ segir á heimasíðu Landssambands hestamanna.
Meira

Slagarasveitin með tónleika á Hvammstanga

Hin alhúnvetnska hljómsveit, Slagarasveitin, heldur tónleika á veitingastaðnum Sjávarborg á Hvammstanga föstudagskvöldið 19. ágúst 2022. Fram kemur á FB-síðu viðburðarins að fyrir tónleikana hefur sveitin fengið aukalega til liðs við sig Aldísi Olgu Jóhannesdóttur, Einar Friðgeir Björnsson, Guðmund Hólmar Jónsson og Kristínu Guðmundsdóttur.
Meira

Er sumarið þá búið?

Þessari spurningu laust upp í huga blaðamanns Feykis í morgun er hann vippaði sér út í morgungönguna með hundinn og Morgunblaðið. Þykkt hrímið á framrúðu heimilisbílsins gaf það skýrt til kynna að hitastig næturinnar hafi verið ansi lágt og kartöflugrös og berjalyng hafi fengið að vita að stutt sé eftir af þeirra sögu. Hvítir fjallatoppar frá nóttinni áður ýttu einnig undir þessa vangaveltu; er sumarið þá búið?
Meira