Grunnskólahald á Húnavöllum lagt niður
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
09.08.2022
kl. 14.30
Forsendur fyrir grunnskólahaldi á Húnavöllum eru ekki lengur fyrir hendi að mati fræðslunefndar Húnabyggðar. Ljóst sé að mikill meirihluti foreldra kýs að börn þeirra sæki skóla á Blönduósi fremur en á Húnavöllum, segir í fundargerð nefndarinnar. Hefur hún lagt til við sveitarstjórn að aðeins verði grunnskólahald á Blönduósi skólaárið 2022-2023. Með ákvörðuninni lýkur tæplega 53 ára sögu grunnskólahalds á Húnavöllum. Sveitarstjórn hefur ákveðið að grunnskólahald verði eingöngu á Blönduósi.
Meira