A-Húnavatnssýsla

Matgæðingur í tbl 15 - Lambalæri & marengs

Matgæðingar vikunnar í tbl 15 á þessu ári voru Baldur Sigurðsson, eigandi Bílaþjónustu Norðurlands og umboðsmaður Bílaleigunnar Avis, og eiginkona hans, Helga Skúladóttir, starfsmaður Landsbankans, og eru þau búsett á Sauðárkróki.
Meira

Kærleiksstund á íþróttavellinum á Blönduósi í kvöld

„Við viljum koma saman og eiga fallega samverustund á íþróttavellinum á Blönduósi þar sem við kveikjum á friðarkertum,“ segir í tilkynningu sveitarstjórnar Húnabyggðar en þar verða í ljósaskiptunum lögð friðarkerti á hlaupabrautina allan hringinn og þannig sýndur samhugur og hluttekning til þeirra sem eiga um sárt að binda.
Meira

Harpa Þórsdóttir er nýr þjóðminjavörður

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Hörpu Þórsdóttur til að gegna embætti þjóðminjavarðar. Harpa hefur starfað við íslensk og erlend söfn í rúm 20 ár og sem safnstjóri Listasafns Íslands stjórnað einu af þremur höfuðsöfnum íslenska ríkisins.
Meira

Stólastúlkur með annan fótinn í Bestu deildinni eftir sigur í gær

Stelpurnar í Tindastól komu öðrum fætinum inn fyrir þröskuldinn í deild hinna bestu er þær sigruðu Fjölni í miklum markaleik í norðansvalanum á Króknum í gærkvöldi en tvö efstu liðin í Lengjudeildinni komast upp. Á sama tíma og Stólar fögnuðu 5-0 sigri tapaði HK dýrmætum stigum í toppbaráttunni gegn Víkingi en HK stelpur hafa háð harða baráttu við Stóla um annað sætið. FH tryggði sér sæti í Bestu deild að ári með 0-4 sigri á Grindavík og aðeins blautir draumar að Tindastóll nái efsta sætinu af þeim. En hver veit?
Meira

Áfram Tindastóll, alltaf, alls staðar!

Yngriflokkastarf Kkd. Tindastóls fyrir tímabilið 2022/2023 er að hefjast og eru fyrstu æfingar þegar farnar að rúlla af stað. Í vetur eigum við von á um 200 iðkendum í öllum yngri flokkum Tindastóls, allt frá leikskólahópi (4-5ára) og upp í elsta aldurshóp. Haustið einkennist af spennu og eftirvæntingu hjá krökkunum að komast aftur á æfingar, hitta þjálfarana og liðsfélagana í íþróttahúsinu og komast aftur á reglulegar æfingar og að keppa í körfubolta eftir sumarleyfi.
Meira

Gul viðvörun á Norðurlandi vestra

Fram kemur á vef Veðurstofu Íslands að gul viðvörun sé fyrir norðurland vestra til klukkan 10:00 á morgun, föstudag, vegna mikillar úrkomu á svæðinu.
Meira

Ríkið stendur sig ekki í að fjármagna málefni fatlaðs fólks

Byggðarráð Skagafjarðar lýsti á fundi sínum í gær yfir miklum áhyggjum af sívaxandi halla á rekstri málaflokks fatlaðs fólks. Fram kemur í fundargerð að ljóst sé að sveitarfélögum var falin mikil ábyrgð með tilfærslu málaflokksins frá ríkinu til sveitarfélaga árið 2011 og áskoranir í þjónustunni hafi orðið enn stærri með lagabreytingum árið 2018.
Meira

Rannsókn á viðkvæmu stigi og veitir lögregla ekki frekari upplýsingar

Rannsókn á skotárás sem varð á Blönduósi síðastliðinn sunnudagsmorgun mun taka tíma og biður lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra um skilning á því, í færslu á Facebook-síðu embættisins en það fer með rannsókn málsins. „Æðsta skylda lögreglu við sakamálarannsóknir er að gæta rannsóknarhagsmuna svo að sakarspjöll verði ekki,“ segir í tilkynningunni.
Meira

Dýrin á Fróni eftir Alfreð Guðmundsson komin út :: Útgáfufögnuður nk. laugardag

Útgáfufögnuður bókarinnar Dýrin á Fróni, eftir Alfreð Guðmundsson grunnskólakennara á Króknum, verður haldinn næstkomandi laugardag í sal Árskóla á Sauðárkróki og eru öll þau sem áhuga hafa að koma og kynna sér bókina og næla sér í eintak hjartanlega velkomin, segir Alfreð, og bendir á að í boði verður kaffi og kruðerí í tilefni dagsins.
Meira

Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir – Yfirlýsing frá fjölskyldu Brynjars Þórs

„Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir sem urðu til þess að hann lét lífið, kunningjakona okkar einnig og eiginmaður hennar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Við syrgjum bróður og son,“ segir í yfirlýsingu sem foreldrar og systkini Brynjars hafa sent fjölmiðlum. Biðja þau þess að Kári nái heilsu og fjölskyldunni, vinum og öðrum sem eiga um sárt að binda sendar innilegar samúðarkveðjur.
Meira