A-Húnavatnssýsla

Stórlaxar í Húnaþingi

Hver stórlaxinn á fætur öðrum hefur verið dreginn á þurrt í húnvetnskum laxveiðiám síðustu vikurnar. Upp úr miðjum júlí veiddi Oddur Rúnar Kristjánsson 102 sentímetra langan lax í Hrútafjarðará og Lord Falmouth veiddi 105 sentímetra langan lax í Laxá á Ásum 22. júlí. Theódór Friðjónsson veiddi 100 sentímetra langan lax í Miðfjarðará 2. ágúst og daginn áður veiddi Ragna Sara Jónsdóttir 97 sentímetra lax í Blöndu. Vel hefur veiðst í húnvetnsku laxveiðiánum síðustu vikuna.
Meira

Gul viðvörun á Norðurlandi vestra

Fram kemur á vef Veðurstofu íslands að gul viðvörun er á Norðurlandi vestra í dag og verður talsverð eða mikil rigning, einkum austantil á svæðinu og á utanverðum Tröllaskaga.
Meira

Veðurstofan varar við rigningu og kulda í dag og á morgun

Töluvert hefur rignt síðustu daga á norðanverðu landinu og mest á Siglufirði. Í gær, þriðjudag, var viðvarandi úrkoma en ekki sérstaklega mikil ákefð, segir í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Veðurspár gera ráð fyrir að það bæti í ákefð í nótt og rigni hressilega á miðvikudag og fimmtudag á Tröllaskaga. Gul veðurviðvörun er fyrir Strandir og Norðurland vestra um hádegi í dag og á það einkum við austantil á svæðinu og á utanverðum Tröllaskaga.
Meira

Telja að gamli bærinn á Blönduósi sé perla sem hægt sé að gera meira með

Húnahornið segir af því að Húnvetningurinn Reynir Finndal Grétarsson hafi áhuga á að eignast fasteignir í gamla bænum á Blönduósi og hann vinni að því að kaupa Aðalgötu 6 þar sem Hótel Blanda er og tvær íbúðir á Aðalgötu 8, í húsi sem heitir Helgafell. Hótelið hefur ekki verið í rekstri undanfarin misseri en eignarhaldsfélag sem átti húsið var úrskurðað gjaldþrota fyrir rúmu ári síðan.
Meira

Rök fyrir áframhaldandi strandveiðum

Fyrir strandveiðitímabilið í ár ákváðu stjórnvöld að til veiðanna færu veiðiheimildir sem samsvara verðmæti 35.089 tonna af loðnu. Þetta aflaverðmæti átti að tryggja 48 strandveiðidaga á núverandi veiðisumri, 12 veiðidaga á mánuði í fjóra mánuði maí til ágúst. Vilji Alþingis á síðasta kjörtímabili var að tryggja strandveiðar við landið í 48 daga á ári. Raunin varð önnur.
Meira

Ágúst pínu betri en júlí :: Skeyti frá Veðurklúbbnum á Dalbæ

Núna tók veðurklúbburinn ákvörðun um að halda mánaðarlega fundinn sinn viku fyrr en vanalega, eða 26. júlí, til að fara yfir veðurútlit ágústmánaðar, segir í skeyti veðurspámanna á Dalbæ. Segir þar að ýmsar upplýsingarnar hafi komið frá félögum að þessu sinni en engar voru þær verulega slæmar frekar en undanfarið.
Meira

Sérstakar þakkir fær hún mamma mín sem er enn að aðstoða mig og segja mér til

Ólöf Herborg Hartmannsdóttir, alltaf kölluð Lóa, býr á Sauðárkróki. Hún er reyndar fædd á Flateyri en er alin upp á Króknum og hefur búið þar meira og minna allt sitt líf. Í fjölskyldunni er mikil handavinnuhefð og eru mamma hennar og systur allar liðtækar hannyrðakonur.
Meira

Skagaströnd semur við Vinnuvélar Símonar um fráveitu

Sveitarfélagið Skagaströnd og Vinnuvélar Símonar skrifuðu í dag undir verksamning um fyrsta áfanga fráveituframkvæmda sem munu hefjast í lok ágúst næstkomandi. Samkvæmt frétt á vef Skagastrandar er heildarkostnaður við verkefnið um 123 mkr. en ríkið leggur styrk til verkefnisins sem nemur 30% af kostnaði.
Meira

Kári hafði betur gegn Kormáki/Hvöt í hörkuleik

Lið Kormáks/Hvatar spilaði í Akraneshöllinni í gærkvöldi þar sem Kári beið þeirra. Heimamenn höfðu greinilega reiknað með erfiðum leik og lögðu allt í sölurnar til að vinna hann og bættu við sig fimm leikmönnum áður en leikmannaglugginn lokaði. Hvort það var það sem skóp sigurinn skal ósagt látið en Akurnesingarnir höfðu betur að þessu sinni og unnu 3-2 og jöfnuðu þar með lið Húnvetninga að stigum í 3. deildinni.
Meira

Stjórn SSNV gerir athugasemdir við frumvarp til laga um sýslumann

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa sent umsögn um drög að frumvarpi til laga um sýslumann í samráðsgátt stjórnvalda. Drögin voru birt 13. júlí en frestur til umsagnar er til 15. ágúst. Í umsögninni kemur fram að ekki hafi verið brugðist við áðursendum áhyggjum eða athugasemdum samtakanna sem settar voru fram á fyrri stigum.
Meira