Bjarni Guðmundsson með fyrirlestur í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi

Mynd af kápu bókarinnar Konur breyttu búháttum. SKJÁSKOT
Mynd af kápu bókarinnar Konur breyttu búháttum. SKJÁSKOT

Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri, prófessor emeratus, mun flytja fyrirlestur í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi nú á laugardaginn. Fyrirlesturinn byggir á samnefndri bók hans, Konur breyttu búháttum – Saga Mjólkurskólans á Hvanneyri og Hvítárvöllum, sem kom út árið 2016.

Í umsögn um bókina á vef Forlagsins segir: „Starfsemi Mjólkurskólans á fyrstu tveimur áratugum 20. aldarinnar hafði víðtæk áhrif í íslenskum landbúnaði. Þar nærðust fyrstu rætur þess öfluga og fjölbreytta mjólkuriðnaðar sem við þekkjum í dag. Nemendur þaðan réðust margir hverjir í forystu fyrir rjómabúin sem spruttu upp á þessum árum; í raun má tala um byltingu í námi og atvinnuþátttöku íslenskra kvenna.“

Bjarni hefur einnig sent frá sér bækurnar Yrkja vildi ég jörð, Íslenski sláttuhættir, Íslenskir heyskaparhættir, Frá hestum til hestafla, Alltaf er Farmall fremstur og ...og svo kom Ferguson.

Ókeypis aðgangur er að fyrirlestrinum og allir velkomnir. Kaffi og spjall að fyrirlestrinum loknum en hann hefst á slaginu þrjú laugardaginn 19. nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir