Formannstilkynning Sambands ungra Framsóknarmanna

Gunnar Ásgrímsson. Mynd: Aðsend
Gunnar Ásgrímsson. Mynd: Aðsend

Ég heiti Gunnar Ásgrímsson og býð mig fram til formanns Sambands ungra Framsóknarmanna.

Ég er 23 ára Skagfirðingur og er að læra grunnskólakennarann við Háskóla Íslands. Ég mætti á mitt fyrsta flokksþing eins árs gamall og má segja að vegurinn hafi alltaf leitt til virkra félagsstarfa eftir það. Ég tók fyrst virkan þátt í starfi SUF fyrir 5 árum þegar ég fór á sambandsþing á Bifröst og hef ég verið á fullu í félagsstarfinu síðan. Síðustu 2 ár hef ég hlotið þann heiður að starfa sem varaformaður SUF undir formennsku Unnar Benediktsdóttur, á þeim tíma hef ég fengið nánari innsýn inn í hvernig starfið gengur fyrir sig, bæði hvað gengur vel og hvað má gera betur.

Á síðustu miðstjórnarfundum og flokksþingum hefur ungt Framsóknarfólk verið sýnilegt og látið í sér heyra svo vel er tekið eftir innan flokksins. Enda erum við svo heppin í SUF að flokksforystan, sem og grasrótin, hlusta á okkur.

Þau áhersluatriði sem þarf að einblína á næsta árið er þrennt:

    1. Málefnastarf:
      Mikilvægt er að SUF vinni áfram gott málefnastarf innan sinna veggja svo að ungt fólk geti haft áhrif á stefnu flokksins, og þjóðfélagsumræðu, á sem skilvirkastan máta. Einnig er mikilvægt að innan SUF sé umhverfi þar sem að ungt fólk styður hvort annað á persónulegri nótum. Skapa þarf vettvang þar sem ungt fólk getur mótað sínar skoðanir í virkri umræðu við annað fólk.
    2. Innra starf og aðildarfélög:
      Þau 5 ár sem ég hef tekið þátt í starfi SUF hefur það orðið ljóst að sum FUF-félögin geta ekki haldið úti virku félagsstarfi líkt og ætlast er til af þeim. Árið 2020, þegar ég var ritari í framkvæmdastjórn Lilju Rannveigar, hófst vinna við að stofna landshlutasamtök innan SUF sem ég tel að eigi eftir að styrkja félagsstarfið heima í héraði, bæði fyrir félagsstarf ungra sem og Framsóknarfélögin sjálf..
    3. Nýliðun:
      Síðustu 5 ár hefur verið mikil nýliðun í SUF. Kosningasigur flokksins 2021 og 2022, ungt fólk í framboði og styrking SUF síðustu ár hefur haft þar mikil áhrif. Aftur á móti hefur oft reynst erfitt að halda í þá nýliða sem koma inn í starfið. Skiljanlega er stopp fólks mislangt í SUF og fólk hefur mismikla getu til að taka virkan þátt í ungliðastarfi hverju sinni, en umhverfi SUF þarf að vera þess lags að halda í það unga fólk sem vill taka þátt í starfi flokksins og að á það sé hlustað.

 

Vil ég því hvetja sem flesta til þess að mæta á Sambandsþing SUF sem haldið verður í Norðvesturkjördæmi 1-3 september.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir