Heilsudagar í Húnabyggð
Inn á vef Húnabyggðar segir frá íþróttaviku Evrópu (European Week of Sport) sem haldin er víðsvegar um álfuna í september ár hvert. Markmiðið með íþróttavikunni er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi í Evrópu og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.
Í Húnabyggð verður boðið upp á frábæra dagskrá í sveitarfélaginu og eru allir hvattir til að hreyfa sig, ganga eða hjóla í vinnu, fara í göngu- og hjólatúra en einnig að taka þátt í þeim viðburðum sem boðið verður upp á. Dagskrána má nálgast HÉR.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.