Hrútur frá Sveinsstöðum hlutskarpastur

Efstu fimm í flokknum Hvítir hyrndir: Salka Kristín Ólafsdóttir, Sveinn Óli Þorgilsson, Magnús Jósefsson, Steindór Már Ólafsson, Jóhanna María Einarsdóttir, Magnús Ólafsson og Pálmi Gunnarsson. MYNDIR AÐSENDAR.
Efstu fimm í flokknum Hvítir hyrndir: Salka Kristín Ólafsdóttir, Sveinn Óli Þorgilsson, Magnús Jósefsson, Steindór Már Ólafsson, Jóhanna María Einarsdóttir, Magnús Ólafsson og Pálmi Gunnarsson. MYNDIR AÐSENDAR.

Fjárrækarfélag Sveinsstaðahrepps hélt vel heppnaða hrútasýningu fimmtudaginn 5. október síðast-liðinn í hesthúsinu að Hvammi II, þar sem Haukur og hans fólk tóku vel á móti fólki. Góð stemming og fjölmenni kom til að fylgjast með. Alls voru hrútar frá níu bæjum sem tóku þátt.

Dómarar kvöldsins voru þeir Guðmundur Waage í Skálholtsvík og feðgarnir Jóhann Ragnarsson og Ármann Jóhannsson í Laxárdal. Ekki var stuðst við fyrri dóma í þessari keppni heldur var það dagsformið sem gilti.

Í flokki mislitra sigraði svart-kollóttur hrútur frá Hjallalandi, vel gert lamb með mikil lærahold. Í kollótta flokknum var gaman að sjá hversu margir efstu hrútanna báru ARR genið en þann flokk sigraði Gullmolasonur frá Steinnesi, breitt lamb með mikil lærahold. Flestir hrútar komu fram í hyrnda flokknum og þar sigraði hrútur frá Sveinsstöðum og var hann einnig valinn besti hrútur sýningarinnar enda afar jafnvaxinn og holdfylltur. Hann er undan kaupahrútnum Snarta frá Snartarstöðum og 19-058 sem rekur ættir sínar einnig í Snartarstaði.

Efstu fimm í hverjum flokki:

Mislitir

1. Nr. 152 frá Hjallalandi, f. Dagur frá Hraunhálsi.

2. Nr. 3074 frá Syðri-Brekku, f. 21-205 frá Syðri-Brekku.

3. Nr. 456 frá Kornsá, f. Kústur 19-889.

4. Nr. 3286 frá Syðri-Brekku, f. 21-205 frá Syðri-Brekku.

5. Nr. 741 frá Hjallalandi, f. Dagur frá Hraunhálsi.

Hvítir kollóttir

1. Nr. 95 frá Steinnesi, f. Gullmoli 22-902.

2. Nr. 20 frá Hofi, f. Gullmoli 22-902.

3. Nr. 130 frá Hofi, f. Glæsir 19-887.

4. Nr. 67 frá Steinnesi, f. Barri frá Þernunesi.

5. Nr. 170 frá Ási, f. Gullmoli 22-902.

Hvítir hyrndir

1. Nr. 148 frá Sveinsstöðum, f. Snarti frá Snartarstöðum.

2. Nr. 448 frá Steinnesi, f. Brandur frá Steinnesi.

3. Nr. 36 frá Bjarnastöðum, f. Alli 19-885.

4. Nr. 607 frá Sveinsstöðum, f. Austri 20-892.

5. Nr. 3036 frá Akri, f. Kokteill frá Akri.

Fréttatilkynning/GG

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir