Gult kort, hver elskar það ekki?
Á sama tíma og blaðamaður gleðst yfir að hafa ekki þurft að skrifa margar svona fréttir þar sem af er hausti kemur alltaf að því. Gul viðvörum er í kortunum og spáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er norðan 15-23 m/s og talsverð rigning eða slydda, en snjókoma á heiðum, einkum á Ströndum. Færð gæti spillst, einkum á fjallvegum. Viðvörunin tekur í gildi 02:00 aðfaranótt þriðjudagsins 10.október til 05:00 að morgni miðvikudags.
Það verður sennilega aldrei of oft sagt að benda fólki á að tryggja lausamuni og þeir sem hafa leyft trampólíninu að vera áfram í blíðunni sem búin er að vera, þá er þetta sennilega rétti tíminn til að taka það niður. En þetta þarf nú ekki að segja ykkur, þetta viti þið allt saman. Síðan er bara að finna til hlýju sokkana, ullarbrókina, góða bók og kveikja svo á kerti, þetta er akkúrat þannig veðurspá. Þið sem hafið ekki tök á þessu fyrrgreinda farið varlega í rokinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.