Kiwanisklúbburinn Drangey í Varmahlíð með endurskinsvestin góðu

Mynd tekin af heimasíðu Varmahlíðarskóla.
Mynd tekin af heimasíðu Varmahlíðarskóla.

Það voru ánægðir krakkar sem gengu út úr 1. bekk í Varmahlíðarskóla í gær því félagar úr Kiwanisklúbbnum Drangey, ásamt fylgdarkonu úr lögreglunni, komu færandi hendi með endurskinsvestin góðu sem eiga eftir að koma að góðum notum, ekki síst í svartasta skammdeginu. 

Árið 2020 byrjaði þetta verkefni hjá þeim og gáfu Kiwanisklúbburinn Drangey, í samstarfi við VÍS, öllum krökkum í 1. til 6. bekk á Norðurlandi vestra svona vesti eða tæplega 630 stk. Hafa þeir síðan þá gefið öllum krökkum í 1. bekk á Norðurlandi vestra svona vesti og að þessu sinni voru afhent rúmlega 100 vesti á Norðurlandi vestra. Kiwanisklúbburinn vill nota tækifærið og hvetja alla krakka, fullorðna líka, sem eiga svona vesti til að nota þau því þau geta skipt sköpum þegar dimmt er yfir eins og hefur verið undanfarið. Verum sýnileg!

 
 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir