Vegagerðin varar við ísingu og hálku í dag
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
12.01.2024
kl. 09.02
Á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að nú séu vegir flestir blautir og þegar kólnar fer hægt og bítandi í hægum vindi, myndast ísing og lúmsk hálka. Þetta á eftir að gerast framan af degi á fjallvegum og inn til landsins, en við sjávarsíðuna í kvöld og nótt.
Þá segir einnig að hálka og hálkublettir eru á nokkrum leiðum á Norður- og Austurlandi og flughált á m.a. á Möðrudalsöræfum og á Dettifossvegi en greiðfært að mestu sunnan- og vestan til á landinu. Víða eru farnar að myndast holur í vegum og er vegfarendum bent á að aka með gát.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.