Nú er frost á fróni, frýs í...
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Fréttir
16.01.2024
kl. 12.10
Í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum beina þeir þeim tilmælum til notenda hitaveitu á Sauðárkróki að fara sparlega með heita vatnið.
Nú er mjög kalt og mikil vindkæling og útlit fyrir kulda áfram næstu daga og þess verður vart á stöðu heita vatnsins.
Fyrir liggur að loka þarf sundlauginni, einnig hefur streymi verið minnkað á gerfigrasvöllinn. Búið er að hafa samband við stórnotendur og leitað er allra leiða til að minnka notkun þar sem það er hægt.
Íbúar eru beðnir að loka gluggum og minnka rennsli í heita potta eins og hægt er. Þá hefur einnig verið hægt á rennsli í Sundlaugina á Hofsósi.
Svo við tökum höndum saman og förum sparlega með heita vatnið okkar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.