Skráning fyrir vorönn í Dansskóla MenHúnVest

Nú er skráning hafin í Dansskóla Menningarfélags Húnaþings vestra fyrir vorönn 2024. Dansskólinn var stofnaður í haust og fékk vægast sagt góðar undirtektir og á þessari önn verður ekki einungis kennt á Hammstanga heldur líka á Blönduósi. Skólinn hefur göngu sína 26. febrúar næstkomandi og verður kennt í 10 skipti, eða til og með 7. maí. 

Eins og fram kemur í auglýsingunni er kennt, street, hip hop, jazz og söngleikjadans.
Kennarar eru þeir sömu og voru á haustönn þær Chantelle Carey og Ola Getka.
Chantelle er margverðlaunaður alþjóðlegur danshöfundur fyrir svið og skjá. Á Íslandi hefur hún unnið Grímuna í tvígang og leitt lið Íslands til fjölda verðlauna í alþjóðlegum danskeppnum.
Ola er margfaldur meistari í „götueinvígum“ bæði hérlendis og erlendis. Hún er reyndur og fjölhæfur kennari og hefur meðal annars kennt við Listaháskóla Íslands og Dansskóla Brynju Péturs.
Hægt er að lesa nánar og skrá sig HÉR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir