Fjólublátt litarefni framleitt á Skagaströnd

Ekta fjólublátt. MYND AF HÚNA.IS
Ekta fjólublátt. MYND AF HÚNA.IS

Húnahornið segir af því að í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins í vikunni hafi verið sagt frá framleiðslu á litarefni í rannsóknarstofu Biopol á Skagaströnd. Þar er fullur ísskápur af bakteríum, nánar tiltekið bakteríunni Janthinobacterium lividum en við hana hafa vísindamenn nostrað í rannsóknarstofu Biopol undanfarin tvö ár.

Framleiðslan á litarefninu er sjálfbær og bakteríuna er hægt að rækta í tilraunaglösum í stórum stíl. Nær allt litarefni sem notað er til að lita fatnað í dag er búið til úr gerviefnum, sem valda mikilli mengun víða í framleiðsluferlinu.

„Litarefni Biopol sker sig frá sambærilegum verkefnum víða um heim, því þar er engu genabreytt og reynt að hafa ferlið eins náttúrlegt og kostur er. Liturinn þykir einstakur þar sem erfitt er að finna fjólublá litarefni í náttúrunni.

Textílmiðstöðin á Blönduósi er í samstarfi við Biopol og Ístex í verkefni sem nefnist Fjólublár. Markmiðið er að skapa sjálfbært litunarferli fyrir íslenska ull og einblína á fjólubláa litarefnisframleiðslu frá bakteríunni Janthinobacterium lividum með nýtingu úrgangsefna.“

Sjá má umfjöllunina í Sjónvarpinu hér.

Heimild: Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir