Fyrsta kvennamót Pílukastfélags Skagafjarðar haldið í gær

Margrét Helgadóttir og Valborg Jónína - sigurvegarar mótsins. Myndir: Sylvía Dögg
Margrét Helgadóttir og Valborg Jónína - sigurvegarar mótsins. Myndir: Sylvía Dögg
Í gærkvöldi fór fram fyrsta kvennamót Pílukastfélags Skagafjarðar og var mætingin frábær. Alls voru 24 konur/stelpur sem tóku þátt, bæði vanar og óvanar. Fyrirkomulag mótsins var þannig að spilað var 301, single out, og allir keppendur fengu þrjú "líf". Tveir keppendur voru saman í liði og var dregið í lið eftir hvern leik þannig að hver leikmaður fékk bæði nýja liðsfélaga og mótherja í hverjum leik fyrir sig. Ef leikmenn töpuðu þá misstu þeir eitt líf og var spilað þangað til að fjórir leikmenn voru eftir á lífi en þá var spilaður úrslitaleikurinn um sigur á mótinu. 
 

Leikar fóru þannig að Margrét Helgadóttir og Valborg Jónína Hjálmarsdóttir unnu mótið með glæsibrag. Halldóra Andrésdóttir Cuyler og Sigríður Garðarsdóttir urðu í öðru sæti. Einnig voru veitt aukaverðlaun fyrir hæsta útskot og hæstu sprengju en Sigríður Garðarsdóttir náði hæsta útskotinu sem var 40 og Karítas Sigurbjörg náði hæstu sprengjunni sem var 96. Í verðlaun voru gjafabréf frá Nuddstofunni Friðmey.

Pílukastfélagið þakkar öllum kærlega fyrir sem tóku þátt. Kvöldið var í alla staði algjörlega frábært þar sem mikið var hlegið og haft gaman saman og auðvitað spiluð einstaklega góð píla. 
 
 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir