Er ekki sú síðasta alltaf eftirminnilegust?

Sigurður Bjarni verður á vakt.
Sigurður Bjarni verður á vakt.

„Já, það var glatað að það skyldi klikka,“ segir Sigurður Bjarni Aadnegard, Blönduósingur, lögreglumaður og knattspyrnu-alt-muligt-mand, þegar Feykir nefnir við hann að það sé enginn fótboltaleikur hjá Kormáki/Hvöt á Blönduósi þessa Húnavökuna.

Hvað ætlar þú að gera á Húnavöku í ár? „Ætli maður verði ekki bara að vinna.“

Ef Húnavaka væri ís, hvernig ís væri hún? „Hlýtur að vera stór bragðarefur.“

Hvenær var eftirminnilegasta Húnavakan? „Er ekki sú síðasta alltaf eftirminnilegust? Eftirminnilegast af þeirri hátíð hlýtur að vera þegar Ingvi coach kom inn í limmósíuna og maður rúntaði með hann um bæinn eins og hann ætti staðinn.“

Hvernig lýsir þú Húnavöku í fimm orðum? „Lang stórasta hátíð í heimi!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir