V-Húnavatnssýsla

Kemst langt á ákveðni og einbeitingu

Saga Ísey Þorsteinsdóttir frá Hvammstanga er ansi efnileg knattspyrnustúlka. Hún er nýlega orðin 16 ára gömul en hefur skorað grimmt í gegnum tíðina. Síðasta sumar gerði hún 16 mörk fyrir 3. flokk Tindastóls/Hvatar/Kormáks sem náði fínum árangri á Íslandsmótinu og þrátt fyrir að hún spilaði upp fyrir sig, 15 ára síðasta sumar, þá gerði hún 13 mörk fyrir 2. flokk THK. Svo er Saga Ísey líka í Skólahreystisliði Grunnskóla Húnaþings vestra sem er komið í úrslitin.
Meira

Strandveiðin komin á fullt

Þann 2. maí hófst strandveiðitímabilið en það gefur smábátaeigendum leyfi til að veiða í 48 daga yfir fjóra mánuði sem gera 12 daga í hverjum mánuði. Síðastliðin tvö ár hefur reyndar veiðin verið stöðvuð í byrjun/miðjan júlí og eru strandveiðimenn alls ekki sáttir við það og segja að stöðva þurfi yfirgang stórútgerðarinnar í að sölsa undir sig veiðiheimildir sem ætlaðar hafa verið til að efla hinar dreifðu byggðir. Strandveiðin byrjaði mjög vel og segir á mbl.is að á fyrsta degi lönduðu 402 strand­veiðisjó­menn 336,4 tonn­um á öllu landinu. Þar af voru 312,6 tonn af þorski, 752 kíló af gull­karfa, 4,4 tonn af ufsa, sam­kvæmt gögn­um sem Fiski­stofa gaf út.
Meira

Eldri borgarar í Húnaþingi vestra gerðu gott mót

Þrjár sveitir frá Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra tóku í gær þátt í Vesturlandsmótinu i boccia sem fram fór í Snæfellsbæ. „Í fyrsta skipti náði lið frá okkur í úrslit, vann sinn riðil og endaði í 4. til 6. sæti,“ segir í frétt á Facebook-síðu félagsins. Það voru níu manns sem tóku þátt í mótinu fyrir hönd eldri borgara í Húnaþingi vestra.
Meira

Jákvæður viðsnúningur hjá Húnaþingi vestra

Húnahornið greinir frá því að Húnaþing vestra hafi í fyrra skilað 77,6 milljón króna rekstrarafgangi og er það umtalsvert betri niðurstaðan en fjárhagsáætlun ársins með viðaukum gerði ráð fyrir. Samkvæmt henni var gert ráð fyrir 86 milljón króna neikvæðri rekstrarniðurstöðu. Helsta skýringin er söluhagnaður rekstrarfjármuna sem nam 64,4 milljónum. Árið 2022 var rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins neikvæð um 86 milljónir.
Meira

Bráðum verður hægt að hlaupa rathlaup í Húnabyggð

Um þessar mundir er verið að gera rathlaupakort í Húnabyggð og af því tilefni er boðið á námskeið í rathlaupum sunnudaginn 19. maí nk. kl.14-18. 
Meira

Blönduósingurinn Eysteinn Pétur er nýr framkvæmdastjóri KSÍ

Varnarjaxlinn ólseigi, Eysteinn Pétur Lárusson, Blönduósingur og Bliki síðustu árin, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri KSÍ en hann mun hefja störf 1. september 2024. Eysteinn Pétur kemur til KSÍ frá Breiðabliki þar sem hann var framkvæmdastjóri aðalstjórnar og áður knattspyrnudeildar félagsins í rúm 10 ár.
Meira

Starfsfólk SSV heimsótti kollegana í SSNV

Sagt er frá því á heimasíðu SSNV að starfsfólk frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi hafi heimsótt starfssystkini sín á Norðurlandi vestra nú í vikunni. „Við áttum tvo góða og skemmtilega daga saman þar sem við ræktuðum tengsl og ræddum saman um verkefni og áskoranir landshlutasamtaka,“ segir í fréttinni.
Meira

Nemendur unnu að landafræðisýningu af metnaði

Það styttist í skólaárinu en það er alltaf líf og fjör í skólunum. Nú í lok apríl var sagt frá því á heimasíðu Grunnskóla Húnaþings vestra að nemendur í landafræði á miðstigi höfðu unnið hörðum höndum að kynningum vikurnar á undan en þá hafði hver nemandi valið sér land og í framhaldinu útbúið kynningarefni um landið og loks var haldin sýning. Margir höfðu fundið til muni frá löndunum, buðu upp á tónlist og góðgæti.
Meira

Húni er mættur á svæðið í 45. sinn

Út er komið ársrit Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga, Húni, en þettu mun vera 45. árgangur ritsins. Í Húna eru birtar fréttir síðasta árs úr öllum „gömlu sveitarfélögunum“ sem mynda Húnaþing vestra og minnst þeirra sem létust á síðasta ári á svæðinu. Einnig eru í ritinu frásagnir, ljóð og annar fróðleikur úr héraði.
Meira

Í syngjandi sveiflu – ennþá og að eilífu

Sveiflukóngurinn 80 ára var titillinn á stórtónleikum með lögum eftir Geirmund Valtýsson sem haldnir voru í Eldborgarsal Hörpu 6. apríl síðastliðinn. Geirmundur varð síðan 80 ára þann 13. apríl en ferill Geirmundar spannar töluvert fleiri áratugi en blaðamaður hefur verið til. Í tilefni af öllu þessu var ekki annað hægt en að hitta Geirmund og spjalla við kappann um ferilinn, lífið og Hörpu. Verslunarmannahelgarböllin, þar sem voru 700 manns á föstudegi, 1.000 manns á laugardegi og aftur 700 á sunnudegi, voru frábær og svo voru seldir 1.700 miðar í Miðgarð Landsmótshelgina 1971. Það var svo mikil traffík á böllunum frá 1974-1980. Þetta er tíminn sem stendur upp úr hjá Geirmundi en þó rifjast margt skemmtilegt upp frá ferlinum sem einhver ykkar hafa kannski heyrt eða lesið áður en aldrei er góð vísa of oft kveðin.
Meira