Himnastiginn í Vatnsdal stórskemmdist í gær
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Fréttir
06.09.2024
kl. 11.55
Það blés ansi hreint hressilega í gær og eitt af því sem fór illa sunnan hvassviðrinu í gær var himnastiginn sem settur var upp á Skúlahól í Vatnsdal í fyrra og er hann stórskemmdur. Aðeins hluti hans stendur nú eftir á hólnum.
Skúlahóll er hluti af hólaþyrpingunni í Vatnsdalshólum og er útsýni þaðan gott í allar áttir og þá sérstaklega yfir Flóðið. Húnabyggð stóð fyrir uppsetningu stigans en hugmyndin kom frá heimamönnum og þróuð áfram með Dóru í Vatnsdalshólum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.