V-Húnavatnssýsla

Undirbúningur að uppsetningu á nýstárlegri gróðurstöð í Miðfirði í fullum gangi

Fulltrúar frá Skógarplöntum ehf. ásamt Magnúsi Barðdal verkefnastjóra frá SSNV vinna nú að uppsetningu á nýstárlegri gróðurstöð til framleiðslu á skógarplöntum í Miðfirði í Húnaþingi vestra. Sagt er frá því á FB síðu SSNV að í tengslum við verkefnið hafi hópurinn farið til Svíþjóðar og Hollands á dögunum til að kynna sér aðrar sambærilegar gróðurstöðvar og skoða búnað frá framleiðendum. Verkefnið hefur verið í undirbúningi í um tvö ár og standa vonir til að framkvæmdir hefjist á árinu.
Meira

„Ég finn alltaf eitthvað fallegt þar sem mig langar til að gera“

Kristín Lind Sigmundsdóttir er 24 ára gömul og er búsett á Króknum ásamt kærastanum sínum honum Hauki Ingva og litlu stelpunni þeirra Kötlu Daðey. Kristín Lind vinnur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra og er að klára sjúkraliðanám.
Meira

Styttist vonandi í frumsýningu

Það hefur sennilega ekki farið framhjá mörgum að Leikfélag Sauðárkróks þurfti að fresta frumsýningu vegna veikina í leikhópnum. Fjölmargir voru þegar búnir að kaupa sér miða á sýninguna og ljóst að Litla hryllingsbúðin verður sýnd það er bara ekki alveg komið á hreint hvenær.
Meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna forsetakjörs 1. júní 2024

Í tilkynningu frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra eru hér upplýsingar um utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakjörs þann 1. júní 2024 er hafin.
Meira

Tólf í framboði til embættis forseta Íslands

Tólf verða í framboði til forseta Íslands í kosningunum 1. júní næstkomandi en þá ræðst hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Landskjörstjórn fór yfir öll framboð sem bárust og úrskurðað um gildi þeirra. Tvö framboð voru úrskurðuð ógild en Viktor Traustason kærði úrskurðinn og fékk tækifæri til að lagfæra undirskriftalistann sinn sem hann og gerði. Fyrsti sjónvarpsfundur frambjóðanda í Sjónvarpi allra landsmanna verður í kvöld og hefst kl. 19:40.
Meira

Stórskemmtilegir tónleikar „Heima í stofu“

Heima í stofu - tilraunaverkefnið hans Áskels Heiðars var haldið 30.apríl síðastliðinn og er ekki annað að sjá en að gestir og tónlistarfólk hafi verið í skýjunum með þetta glænýja tónleika fyrirkomulag sem vonandi er þetta komið til að vera. 
Meira

Kosning biskups Íslands, síðari umferð 2024

Nú á hádegi 2. maí hófst kosning biskups Íslands og stendur hún til kl. 12.00 á hádegi 7. maí 2024.
Meira

Rúmlega 200 manns hlupu fyrir Einstök börn á Sauðárkróki

Rúmlega 200 manns mættu í blíðskapar veðri í styrktarhlaup fyrir Einstök börn-Stuðningfélag barna með sjaldgæfa sjúkdóma eða heilkenni. Það var hlaupahópurinn 550 Rammvilltar sem hélt hlaupið í annað sinn á Sauðárkróki þann 1. maí síðastliðinn.
Meira

Birna Ágústsdóttir sett tímabundið sem sýslumaður á Vesturlandi

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur sett Birnu Ágústsdóttur, sýslumann Norðurlands vestra, tímabundið sem sýslumann á Vesturlandi, frá 1. júní nk. til og með 31. maí 2025. Tilefni setningarinnar er beiðni Ólafs Kristófers Ólafssonar, sýslumanns, um lausn frá embætti. Birna mun gegna báðum embættunum á framangreindu tímabili.
Meira

Grillaður fiskur og tiramisu

Matgæðingar vikunnar í tbl 24 í fyrra voru Ágúst Andrésson, þá forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS, og Guðlaug Kristín Pálsdóttir, sérfræðingur á Brunavarnasviði HMS. Ágúst og Guðlaug búa saman á Sauðárkróki og er Gústi borinn og barnfæddur í Skagafirði, nánar tiltekið á Bergstöðum, en Gulla ólst upp í Reykjavík og fluttist á Sauðárkrók í miðju Covid árið 2020. Þau erum eigendur að Norðar ehf. sem m.a. flytur inn vín frá Moldóvu og Ítalíu og hafa einnig staðið í eigin veitingarekstri og hafa mjög gaman af því að ferðast og borða góðan mat.
Meira