Undirbúningur að uppsetningu á nýstárlegri gróðurstöð í Miðfirði í fullum gangi
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
05.05.2024
kl. 10.29
Fulltrúar frá Skógarplöntum ehf. ásamt Magnúsi Barðdal verkefnastjóra frá SSNV vinna nú að uppsetningu á nýstárlegri gróðurstöð til framleiðslu á skógarplöntum í Miðfirði í Húnaþingi vestra. Sagt er frá því á FB síðu SSNV að í tengslum við verkefnið hafi hópurinn farið til Svíþjóðar og Hollands á dögunum til að kynna sér aðrar sambærilegar gróðurstöðvar og skoða búnað frá framleiðendum. Verkefnið hefur verið í undirbúningi í um tvö ár og standa vonir til að framkvæmdir hefjist á árinu.
Meira