V-Húnavatnssýsla

Sterk hreyfing – sterkt samfélag

Verkalýðsdagurinn verður haldinn hátíðlegur í Húnabyggð 1. maí undir yfirskriftinni Sterk hreyfing – sterkt samfélag. Kaffiveitingar verða að venju í Félagsheimilinu á Blönduósi og hefst dagskráin klukkan 15. Ræðumaður dagsins er Sigurey A. Ólafsdóttir, formaður Stéttarfélagsins Samstöðu.
Meira

Varmahlíðarskóli tryggði sér sæti í úrslitum Skólahreysti

Fjórir skólar af Norðurlandi vestra tóku í gær þátt í sjöunda riðli Skólahreysti en keppnin fór fram í Höllinni á Akureyri. Það var lið Varmahlíðarskóla sem sigraði og tryggði sér þannig sæti í úrslitunum sem fram fara í Laugardalshöll síðar í maí. Þá varð Grunnskólinn austan Vatna í öðru sæti riðilsins. Áður hafði Grunnskóli Húnaþings vestra tryggt sig inn í úrslitin og það verða því tveir skólar af Norðurlandi vestra á meðal þeirra tólf skóla sem keppa til úrslita.
Meira

Jóhann Örn ráðinn í nýtt starf tengslafulltrúa hjá Húnaþingi vestra

Jóhann Örn Finnsson var í gær boðinn velkominn í nýtt og spennandi starf sem styðja mun við farsæld barna í Húnaþingi vestra. Á heimasíðu sveitarfélagsins segir að hann hafi verið ráðinn í nýtt starf tengslafulltrúa á fjölskyldusviði sem auglýst var á dögunum.
Meira

Lokamót í Skagfirsku mótaröðinni

Á heimasíðu Hestamannafélagsins Skagfirðings segir að lokamótið í Skagfirsku mótaröðinni hafi verið  haldið á dögunum þar sem keppt var í gæðingakeppni, tölti og skeiði en hér að neðan eru úrslitin: 
Meira

Kirkjukvöld Kirkjukórs Sauðárkrókskirkju í kvöld

Kirkjukvöld Kirkjukórs Sauðárkróks er að venju haldið mánudag í Sæluviku nánar tiltekið í kvöld 29. apríl kl. 20:00.
Meira

Halla Hrund á Norðurlandi vestra í dag

Forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir verður á ferð og flugi um Norðurland í vikunni og býður heimamönnum til opinna funda og samtals um embætti forseta Íslands. Tveir fundir verða í Húnavatnssýslum, í Víðigerði og á Blönduósi í dag og þá verður hún á Sauðárkróki í kvöld.
Meira

Dreymdi um að vera Tico Torres / VALUR FREYR

Það er bara þannig að nýi slökkviliðsstjórinn á Hvammstanga er Hvanndalsbróðir. Við erum sem sagt að tala um Val Frey Halldórsson (árgangur 1974) trommara og söngvara. Hann gengst við því að vera hreinræktaður Akureyringur. „Alinn upp á Brekkunni og síðar Þorpari, stundum KA maður en lang oftast Þórsari. Heimasætan í Lækjarhvammi dró mig á hvítum skóm í sveitina – er enn í hvítum skóm.“ Nú býr Valur á Hvammstanga.
Meira

Ostapasta og hvítlauksbrauð

Matgæðingar vikunnar í tbl 23, 2023, voru þau Saga Sjöfn Ragnarsdóttir og Sigurður Birkir Gunnarsson. Þau eru bæði fædd á Sauðárkróki og búa þar með dætrum sínum, Bríeti Sunnu (4 ára) og Heklu Björt (1 ½ árs) ásamt kettinum T-800. Saga flutti með mömmu sinni, Evu Árna, til Vestmannaeyja árið 2000 en kom aftur á Krókinn 2007 og hefur sama og ekkert yfirgefið bæinn síðan. Siggi, sem hefur alltaf búið á Króknum að frátöldum tveim vetrum í háskólanum fyrir sunnan, bauð skvís í partý og hafa þau eytt flestum sínum dögum saman síðan 2013.
Meira

Leikstjórinn fullur tilhlökkunar fyrir frumsýningu

Sunnudaginn 28.apríl nk. frumsýnir Leikfélag Sauðárkróks Litlu hryllingsbúðina. „Sívinsælt verk sem sem fólk þreytist seint á að koma í leikhús til að upplifa,“ segir Valgeir Skagfjörð sem leikstýrir verkinu. Feykir heyrði hljóðið í leikstjóranum sem er sagðist vera sultuslakur fyrir frumsýningunni og fullur tilhlökkunar að leyfa áhorfendum að njóta sýningarinnar.
Meira

Rjómapasta og púðursykursterta

Matgæðingar vikunnar í tbl 22 í fyrra voru Helga Sigurbjörnsdóttir og Hafþór Helgi Hafsteinsson. Helga er fædd og uppalin á Sauðárkróki og hefur búið þar nánast allt sitt líf en Hafþór Helgi er uppalinn á Hvolsvelli en flutti þaðan á Akureyri. Helga er rafvirki að mennt og starfar hjá Rarik, og er eins og föðuramman og alnafna öll í verkalýðsbaráttunni, er meðstjórnandi í Félagi íslenskra rafvirkja(FÍR) og situr í miðstjórn Rafiðnaðarsamband íslands (RSÍ). Hafþór er menntaður smiður og er að læra húsgagnasmíði. Saman eiga þau Alexöndru Eik, 3 ára, og Frigg sem er 4 ára Miniature schnauzer.
Meira