V-Húnavatnssýsla

Skiptir skipulag máli?

Skipulagsgögn eiga að tryggja samráð við almenning og öll eiga að hafa tækifæri til þess að hafa áhrif á skipulagsákvarðanir sveitarfélaga. Öll hafa aðgengi að skipulagsáformum og leiðum til að koma skoðunum sínum á framfæri áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar og er mikilvægt að nýta sér það. Ábendingar og mótmæli íbúa og hagsmunaaðila eiga að geta leitt til breytinga á skipulagsáformum eða að hætt sé alfarið við þau.
Meira

Stefnir í sumarhelgi og hjólhýsaviðrun

Eitthvað örlítið var Feykir að grínast með veðrið í pappírsútgáfu sinni nú í vikunni. Bent var á að tveggja stafa hitatölur hafa ekki verið að gera gott mót þetta vorið. Síðan var sagt var frá að spáð væri allt að 15 stiga hita á Norðurlandi vestra – þetta var spá mánudagsins fyrir helgina framundan – en að sjálfsögðu væri spáð allt að 20 gráðum á Akureyri. Nú hefur þeim á Veðurstofunni snúist hugur.
Meira

Davis Geks áfram með Tindastól

Körfuknattleiksdeild Tindastóls gaf frá sér tilkynningu fyrir stuttu að samið hafi verið við Davis Geks um að leika áfram með liðinu á næsta tímabili 2024-2025. Davis Geks samdi fyrst við Tindastól í febrúar 2023 og varð hann Íslandsmeistari með liðinu það ár.
Meira

Samningar um rekstur Fab Lab smiðja endurnýjaðir

Á síðu stjórnarráðsins er sagt frá því að í vikunni hafi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari undirritað nýjan samning um Fab Lab Reykjavík sem staðsett er í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Undirritun þessa samnings er sú fyrsta í röðinni í því ferli að endurnýja samninga við alls 11 Fab Lab smiðjur víðs vegar um landið.
Meira

Endurnýjun hitaveitulagna á Hvammstanga

Næstu daga munu framkvæmdir hefjast við endurnýjun hitaveitulagna við Veigarstíg, norður Höfðabraut og upp Lækjagötu að Hvammstangabraut. Fram kemur á heimasíðu Húnaþings vestra að verktími sé áætlaður frá 22. maí til 30. ágúst en kappkostað verður að ljúka verkinu á sem skemmstum tíma.
Meira

Berglind ráðin verkefnastjóri hjá SSNV

Berglind Björnsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá SSNV og mun hún hefja störf í sumar. Berglind býr yfir víðtækri og góðri reynslu af verkefnastjórnun og hefur reynslu af að innleiða og stýra umfangsmiklum verkefnum.
Meira

Samið við sjúkraþjálfara eftir fjögurra ára samningsleysi

Það gleður eflaust margan manninn að nýr samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Félags sjúkraþjálfara til fimm ára var undirritaður í dag og staðfestur af Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra. Á vef stjórnarráðsins er haft eftir Willum: „Þetta eru mikil tímamót eftir rúmlega fjögurra ára samningsleysi sem hefur bitnað á notendum þjónustunnar. Með samningnum falla niður aukagjöld sem lögð hafa verið á þjónustuþega. Samningurinn stuðlar þannig að auknum jöfnuði. Jafnframt er kveðið á um margvíslegt þróunar- og gæðastarf þjónustunnar í þágu notenda.“
Meira

Mikið um að vera á Hólum um hvítasunnuna

WR Hólamót – Íþróttamót UMSS og Skagfirðings var haldið á Hólum í Hjaltadal dagana 17.-19. maí. Þar sem keppt var í Fimmgangi, Fjórgangi, Tölti og Skeiði.
Meira

Átt þú í sambandserfiðleikum?

Á undanförnum árum höfum við í Framsókn talað mikið um mikilvægi fjarskiptainnviða um allt land. Í nútímasamfélagi skipta fjarskipti miklu máli en sem dæmi um fjarskipti má nefna farsímasamband, ljósleiðarasamband og Tetra samband. Á föstudag var ég málshefjandi á sérstakri umræðu um fjarskipti í dreifbýli á Alþingi, við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem fer með þann málaflokk.
Meira

Vor á ný er fínasta fínt með Slagaarasveitinni

Hið þverhúnvetnska gæðaband, Slagarasveitin, sem skipað er mönnum á besta aldri, sendi í fyrrahaust frá sér samnefnda tólf laga breiðskífu. Útgáfunni fylgdi sveitin eftir með stórtónleikum í Iðnó í Reykjavík 22. september og daginn eftir stigu þeir á svið í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Platan er fáanleg á föstu formi en ekki á Spotify en þangað hafa þeir félagar týnt eitt og eitt lag af plötunni og nú í byrjun maí streymdu þeir laginu Vor á ný.
Meira