V-Húnavatnssýsla

Hólmfríður sér fyrir sér að framkvæmdir við háskólabyggingu á Sauðárkróki hefjist í haust

„Næsta mál sem er að mínu mati afar brýnt að tækla, svo Háskólinn á Hólum geti vaxið og dafnað, er að byggja upp state of the art kennslu- og rannsóknahúsnæði fyrir starfsemi skólans,“ sagði Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, í ávarpi við brautskráningarathöfn skólans snemma í júní. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Hólmfríði en hún sér fyrir sér að framkvæmdir við háskólabyggingu á Sauðárkróki, sem hýsa mun Fiskeldis- og fiskalíffræðideild, hefjist strax í haust.
Meira

Hekla - á Króknum í dag

Bílaumboðið Hekla verður á Króknum í dag, fimmtudaginn 4. júlí, fyrir utan Bílaverkstæði KS milli kl. 12 og 15. Þar getur fólk komið og reynsluekið nokkrar gerðir af bílum það er því um að gera að kíkja við.
Meira

Yfir tuttugu verkefni hlutu styrk úr Menningarsjóði KS

Þann 29. maí sl. kom saman stjórn Menningarsjóðs KS þar sem megin markmiðið var að úthluta úr sjóðnum. Þau verkefni sem voru valin voru flest skagfirsk en húnvetnsk voru þar einnig á meðal. Má segja að þetta sé eins konar viðurkenning fyrir það að gera lífið skemmtilegra og litríkara. Menningarsjóðurinn hefur í gegnum tíðina verið með tvær úthlutanir á ári, annars vegar að vori og hins vegar um jól og var 21 verkefni úthlutað styrk í þetta skiptið. Í stjórn sjóðsins sitja Bjarni Maronsson, formaður, Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri, Einar Gíslason, Efemía Björnsdóttir og Inga Valdís Tómasdóttir.
Meira

Húnvetningar og Ólsarar deildu stigunum

Það var hart tekist á á Blönduósvelli í gær þegar lið Kormáks/Hvatar tók á móti einu af toppliðum 2. deildarinnar, Víkingi Ólafsvík, sem ekki fyrir margt löngu léku listir sínar í efstu deild Íslandsmótsins. Gestirnir náðu forystunni rétt fyrir hlé en heimamenn jöfnuðu þegar langt var liðið á leikinn. Lokatölur því 1-1.
Meira

Vasaúri og úrfesti stolið frá Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ

Í tilkynningu á Facebooksíðu Byggðasafnsins segir að mannskepnan getur verið ólíkindatól. Starfsfólk safnsins hefur af og til orðið vart við að munir hverfi úr sýningu, að þeir séu teknir ófrjálsri hendi. Á undanförnum árum hafa m.a. horfið reiðsokkar (háleistar) og tóbaksponta, svo eitthvað sé nefnt. Steininn tók þó úr á dögunum þegar vasaúri með úrfesti var stolið úr lokuðu sýningarborði, sem fram að þessu hefur þótt tryggur geymslustaður, en til að stela slíkum grip þarf einbeittan brotavilja.
Meira

Ferðamenn út um allar koppagrundir

Sumarið minnti á sig um liðna helgi en íbúum og gestum á Norðurlandi vestra var boðið upp á hlýindi og hæga sunnangolu. Umferð ferðalanga er nú komin á fullt á svæðinu en þegar blaðamaður átti leið um Skagann sl. sunnudag voru sjó bílar í Kálfshamarsvík og mest megnis erlendir túristar á vappi með myndavélar á lofti. Við Ketubjörg hafa verið gerð bílastæði og þau nýtti fólk sér í sumarblíðunni.
Meira

Rabarbarahátíðin komin til að vera

Laugardaginn 29. júní fór fram Rabarbarahátíð í Húnabyggð, nánar tiltekið í gamla bænum á Blönduósi. Var þetta í fyrsta skiptið sem þessi hátíð er haldin en aðalmarkmið hátíðarinnar var tvíþætt; annars vegar að vekja fólk til umhugsunar um rabarbara og nýtingu hans og hins vegar að vekja athygli á svæðinu sem er falin perla. Þar sem hátíðin var einkaframtak grasrótarhóps sem hefur tröllatrú á tröllasúrunni tryggu gáfu allir vinnuna sína og ýmiss fyrirtæki og einstaklingar styrktu hátíðina með einum eða öðrum hætti. 
Meira

Brauðtertusnillingar Norðurlands vestra athugið

Þar sem að ég veit að margir snillingar í brauðtertugerð leynast á Norðurlandi vestra er tilvalið að vekja athygli á þessari keppni. Því brauðtertunni verður fagnað sem aldrei fyrr í sumar þegar Íslandsmótið í brauðtertugerð fer fram. Ætlar þú ekki að vera með?
Meira

Sláttur hófst um helgina eftir stórundarlega tíð

Sláttur hófst í Skagafirði um sl. helgi eftir langa bið. Veðurfarið hefur ekki verið bændum í hag þetta árið og þegar Feykir skoðaði hvenær sláttur hófst síðustu ár hefur hann verið að byrja í kringum mánaðarmótin maí/júni og fram í miðjan júní. Það er því nánast ógerlegt að finna það út hvort sláttur hafi einhvertíma byrjað seinna en hann gerði í ár og væri gaman að heyra frá bændum hvenær og hvort þeir muni eftir tíð sem var jafn slæm og nú.
Meira

Skagafjörður - Skipulagslýsing Tumabrekka land 2 og Sauðárkrókur, athafnarsvæði AT-403

Í Sjónhorninu og Feyki var auglýsing frá Sveitarstjórn Skagafjarðar en samþykkt var á 28. fundi þeirra þann 19. júní 2024 að auglýsa eftirtaldar skipulagslýsingar: Sauðárkrókur, athafnarsvæði AT-403 og Tumabrekka land 2, Skagafirði.
Meira