V-Húnavatnssýsla

Ostasalat og kjúklingur með pestó og paprikusnakki

Matgæðingar þessa vikuna eru Freyja Rut Emilsdóttir og Helgi Jóhannesson en þau búa á Króknum ásamt börnum sínum; Emmu Katrínu 16 ára, Júlíu Marín alveg að verða 13 ára og tvíburunum Aroni Elmari og Jóel Darra sem eru 7 ára. Sú elsta, Laufey Helga, býr í Reykjavík.
Meira

Íþróttagarpurinn Una Karen

Meira

Skagfirðingar hamingjusamastir og almennt sáttir með sitt | Rætt við Vífil Karlsson

Í frétt á vef SSV (ssv.is) segir að hamingja íbúa í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði hafi mælst mest á landinu í nýrri íbúakönnun landshlutanna. Íbúar Stranda og Reykhóla ásamt Vestur-Húnavatnssýslu voru óhamingjusamastir í könnuninni. Í könnuninni er afstaða þátttakenda til eigin hamingju og almennrar ánægju með þjónustu sveitarfélagsins þar sem þeir búa dregin saman. Þá mælir könnunin alls 40 búsetuskilyrði eftir 24 landshlutum en um 11 þúsund manns tók þátt í henni. Vífil Karlsson, sem starfar sem fagstjóri atvinnu- og byggðaþróunarsviðs hjá SSV í Borgarnesi, er í forsvari fyrir íbúakönnuninni og hann svaraði nokkrum spurningum Feykis varðandi könnunina. Hann er með BS í hagfræði frá Háskólanum í Bergen og doktor í hagfræði frá Háskóla Íslands.
Meira

Bónda skylt að afhenda Matvælastofnun hrút vegna hættu á riðusmiti

Á heimasíðu Mast segir að nýlega úrskurðaði matvælaráðuneytið bónda einum á Norðurlandi vestra að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á riðuveiki. Fyrir lá að hann hafði haft samgang við riðuveika kind og gæti því hugsanlega verið smitberi. Eftir að riðutilfelli greindist í Miðfjarðarhólfi vorið 2023 fór fram smitrakning sem leiddi þetta í ljós. Eina leiðin til að finna út úr því væri krufning og athugun á heilavef hrútsins. Bóndanum er því skylt að afhenda hrútinn hvort sem honum líkar það eða ekki. 
Meira

„Lítið annað að gera en að sinna hestum og prjóna“

Anna Freyja Vilhjálmsdóttir býr á Króknum með Jökli manninum sínum og börnunum, Svanbjörtu Hrund, Sæþóri Helga og Heiðbjörtu Sif. Anna Freyja vinnur í Skagfirðingabúð og sinnir fjölskyldunni milli þess sem hún prjónar.
Meira

Stefnt að ræktun á rabarbara innanhúss í Húnaþingi vestra

Í Húnaþingi vestra er hafin uppbygging á innanhússræktun á rabarbara í Húnaþingi vestra. Í frétt í Morgunblaðinu segir að engin dæmi séu um að þessi ræktunaraðferð hafi áður verið notuð hérlendis. Friðrik Már Sigurðsson og fyrirtæki hans Framhugsun ehf. fara fyrir verkefninu sem hlaut nýverið styrk úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra.
Meira

Samningar framlengdir við Fab Lab-smiðjurnar á Íslandi um þrjú ár

Á heimasíðu Stjórnarráðsins segir að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hafi ákveðið að framlengja samninga ráðuneytanna við Fab Lab-smiðjurnar á Íslandi um þrjú ár. Samhliða verða framlögin hækkuð um samtals 91 m.kr. á samningstímabilinu, eða úr 324 m.kr. í 415 m.kr. á næstu þremur árum.
Meira

Soffía og Pétur Ben með tónleika á Hótel Laugarbakka

Soffía og Pétur Ben halda tónleika á Hótel Laugarbakka laugardagskvöldið 6. júlí. Með þeim í för verður bassaleikarinn og söngkonan Fríða Dís og slagverksleikarinn Magnús Trygvason Eliassen. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferð þeirra, Sonic Bloom – Sumartúr '24.
Meira

Aðalheiður Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starf ráðgjafa/tengiliðar hjá fjölskyldusviði Skagafjarðar

Á vef Skagafjarðar segir að Aðalheiður Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starf ráðgjafa/tengiliðar hjá fjölskyldusviði Skagafjarðar sem var auglýst laust til umsóknar í júní. 
Meira

Messa í Hóladómkirkju sunnudaginn 7. júlí kl. 14:00

Messað verður í Hóladómkirkju sunnudagur 7. júlí kl. 14.00. Gísli Gunnarsson vígslubiskup þjónar. Organisti er Jóhann Bjarnason. Veitingar á Kaffi Hólum eftir messu. Verið velkomin heim að Hólum.
Meira