Tveimur verkefnum frá Norðurlandi vestra úthlutað styrk úr Tækniþróunarsjóði Rannís
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
02.07.2024
kl. 11.12
Tækniþróunarsjóður Rannís fyrir árið 2024 úthlutaði styrkjum nýverið og voru tvö verkefni frá Norðurlandi vestra sem fengu styrk, ALOR sólarorkulausnir og María Eymundsdóttir fyrir ræktun burnirótar með aeroponic. Alls bárust 343 umsóknir í sjóðinn og var styrkveiting til nýrra verkefna 781 milljón króna en þar sem verkefnin eru til allt að þriggja ára nemur heildarkostnaður vegna þeirra 1.476 milljónum króna.
Meira